Hótanir um valdarán?

Það er spurning hverju lögreglan sé að hóta þegar hún talar um aðgerðir sem hún hyggst grípa til.

Það var merkilegt að sjá, í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, lögreguna í einkennisbúningi á mótmælafundi, rétt eins og hún væri í vinnunni. Og merkilegt er það líka að enginn virðist hafa neitt við það að athuga.

Samt ættu menn að vita að þetta er bannað. Lögreglan má ekki bera einkennisbúninga utan vinnutímans. Þetta sama gerðist í Noregi í fyrra og vakti harða gagnrýni. Dómsmálaráðherrann mótmælti t.d. harðlega en ekki heyrst múkk núna frá Ögmundi.

Þá sá ég ekki betur en að sérsveitin hafi einnig verið mætt þarna. Spurning er hvort hún hafi verið vopnuð.

Og þá kemur að stóru spurningunni. Er til einhver varnaráætlun hjá ríkisvaldinu til að grípa til ef því (og öryggis ríkisins) er ógnað af sjálfri löggæslunni?

Og eru til einhver úrræði að grípa til þegar lögreglan neitar, eða hliðrar sig við, að gegna opinberum skyldum sínum - eins og hún er nú að hóta í sambandi við setningu alþingis 1. október n.k.?

Lögreglan - og sérsveitin - er greinilega að verða öryggisvandamál í samfélagi nútímans.

Er kannski tími til að stofna sveitir almennra borgara til að taka að sér löggæslu þegar löggan neitar að gegna skyldum sínum?

Við getum kallað þær sveitir rauðliða - enda komið nóg af hvítliðum í sögu þjóðarinnar.


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá. Ertu pínu pirraður? Hvað veist þú um hvað er bannað og er ekki bannað þegar kemur að lögreglu? Þó eitthvað sé heimilt\óheimilt í Noregi segir það ekki að það sé hið sama hér álandi.

Hótanir ogekki hótanir?

Mega flugumferðarstjórar lama landið og enginn segir neitt? Flugfreyjur? Læknar? Kennarar?

En ef löggan opnar munninn þá byrjar fólk að gráta af ótta?

Alveg merkilegt. Dauðans merkilegt.

Hallur (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 12:58

2 identicon

Þú ert augljóslega einn á þessari skoðun miðað við önnur blogg um málið.  Ekki bara í þessari frétt.  Hljómar eins og sá sem er bitur út í lögregluna fyrir að hún hefur haft afskipti af honum. 

Íslendingur (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er ekkert í lögum sem segir að lögreglumenn eigi að skipta um föt þegar þeir eru að mæta á fundi sem snýr að kjaramálum þeirra. Það er útilokað að einhverjir sérsveitarmenn hafi mætt vopnaðir þarna. Það er jafnvel venja að þeir fái að sinna smávægilegum einkaerindum í búningi, þar sem þeir eru á löngum vöktum.

Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglu, jafnt gagnvart öllum! En ekki vera sérsveit fyrir stjórnmálamenn eða flokka.

Það má fyrst fara að tala um valdarán ef fámennur hópur ætlar að taka sig saman gegn lögreglu í landinu - alveg óháð því hvort það sé stjórnmálaflokkur eða glæpaklíka.

Sumarliði Einar Daðason, 24.9.2011 kl. 13:21

4 identicon

Mæli með því að þú leitir til læknis vinur. það er e h að hjá þér.

óli (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 13:32

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jamm, ef einhver leyfir sér að gagnrýna blessaða lögguna okkar, þá hefur hann einhvern tímann lent í klónum á henni, sé bitur eða pirraður!

Ég tek undir með Sumarliða um að það sé hlutverk lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu - alveg óháð flokkum.

Löggan er búin að væla yfir slæmum kjörum nú til fjölda ára - en samt stóð hún vaktina þegar Búsáhaldabyltingin var - og gott betur!

En nú, þegar Vinstri stjórnin er tekin við, þá byrja hótanirnar um að sinna ekki skylduhlutverki sínu.

Þetta er svo sem ekkert nýtt. Löggan hefur alltaf verið hægri sinnuð - og barið á almenningi þessa lands þegar hann leyfir sér að mótmæla borgaralegum ríkisstjórnum.

En þegar vinstri stjórn er við völd, þá er um að gera að vera með fáheyrðar kaupkröfur - og hótanir ef ekki er gengið að þeim.

Og ef ekkert í í lögunum og að löggan megi vera í einkennisbúningi utan vinnutíma þá megum við fara að búast við að sjá hana í gallanum í sumarfríinu á sólarströnd - sveiflandi skammbyssunum?

Torfi Kristján Stefánsson, 24.9.2011 kl. 15:16

6 identicon

Því miður endurspeglar Torfi viðhorf þessarar vinstri stjórnar. Það er alveg hreint makalaust hvað kommarnir hatast úr í þessa mikilvægu stétt sem lögreglan er. En vinstri mennirnir eiga samt eftir að svara því hvað þeir vilja í staðinn fyrir lögregluna. KGB eða ígildi þess er ekki í boði.

En þessi hugmyndafræði Torfa og hinna kommanna gengur einfaldlega ekki upp.  Ef litið er til þeirra ríkja sem Torfi og co líta til fyrirmynda þá eru það einhver mestu lögregluríki sögunnar. Austur þýskaland, Sovétríkin sálugu, Kína og Norður Kórea svo einhver séu nefnd.

Ég geri fastlega ráð fyrir að Torfi sé opinber starfsmaður jafnvel kennari. Sú stétt er sívælandi yfir laununum sínum. En væri Torfi til í að skipta á þæginlegu inni-vinnunni  og laununum sínum fyrir laun lögreglumannsins og oft á tíðum subbulegt starf þeirrar stéttar?

Jóhann (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 459966

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband