28.9.2011 | 18:49
Neita að mæta á vakt eða mæta fullir!
Það virðist kominn tími til að hreina almennilega til innan lögreglunnar - og reka stóra hluta þess hóps sem þar starfar.
Menn segjast blákalt ætla að hunsa útkall (vakt) eða jafnvel drekka bjór í vinnunni, nú á laugardaginn.
Ríkislögreglustjórinn sem fékk bitlinginn vegna flokkstengsla sinna, segist skilja undirmenn sína mjög vel, meðan hann skilur hins vegar ekki hvað ríkisendurskoðandi er að röfla vegna innkaupa embættisins!
Meira að segja ráðherra í þessum málaflokki er fullur skilnings á þessum hótunum lögreglunnar um að brjóta starfskyldur sínar.
Í lögum um hlutverk hennar segir m.a.: "að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á".
Megum við fara að búast við því að lögreglan taki hér völdin í vopnaðri byltingu?
Óljóst með aðgerðir við þingsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 67
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 458113
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég varð hvergi var við að varðstjórinn sem talað var við í fréttinni hafi minst á fyllerí innan stéttarinnar. Getur velverið að eitthvað hafi borið á svoleiðis fréttum á stöð 2, eða öðrum stöðum.
Svo er ég á því að þú þurfir að fara að kynna þér hvernig kjarabarátta fer fram hjá stétt sem ekki hefur verkfallsrétt. Þetta er fólkið sem þarf að vernda þig og þína ef í harðbakkann slær. Þú villt kanski að þeir geri þetta fyrir ekki neitt???
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.9.2011 kl. 19:06
Megum við fara að búast við því að lögreglan taki hér völdin í vopnaðri byltingu?
Við búum nú þegar í lögregluríki svo það myndi sennilega fátt breytast.
Nema ef löggan myndi hreinlega ákveða að vinna sína vinnu, sækja hina seku, loka þá inni, gera ránsfenginn upptækan og skila honum aftur til þolendanna.
Í öllu falli værum við ekki verr sett en nú þegar.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2011 kl. 19:30
Nei varla eða hvað? Viltu ekki bara nýjan Hitler til valda hér? Þá sting ég nú frekar upp á manni eins og Sturlu Jónssyni en lögguræflunum.
Hann veit hvernig á að eyða peningum í vitleysu og neita svo að borga (sbr. húsvagninn flotta og bílskrjóðinn ógurlega). Honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að stjórna þessu þjófamannafélagi - enda einn af þjófunum.
Torfi Kristján Stefánsson, 28.9.2011 kl. 20:18
Nei það var sko ekki þetta sem ég meinti Torfi Kristján. Og "lögguræflarnir" eru alveg ágætir á meðan þeir vinna sína vinnu og gera það lögum samkvæmt.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.