6.10.2011 | 11:59
Hver réði hann?
Var það ekki núverandi ríkisstjórn sem stofnaði Bankasýsluna, til að hafa eftirlit með bankakerfinu og fleiru, valdi stjórn hennar osfrv. - og ber því sem slík fyllstu ábyrgð á ráðningu þessa manns?
Ríkisstjórnin verður að fara að átta sig á að ef hún lagar ekki stjórnkerfið eftir Hrunflokkana (obs annar þeirra er enn við stjórn) þá breytist ekkert hér í þessu landi. Maður spyr t.d. sjálfan sig til hvers var þessi fjandans Bankasýsla stofnuð. Hún hefur ekkert gert hingað til, nema þá að vera til óþurftar.
Að lokum vil ég benda á gamla grein eftir Gils Guðmundsson (fyrrum alþingismann) þar sem hann gagnrýnir Framsóknar- og Sjálfstæðisstjórnina á fyrri hluta 6. áratugarins - talar um spillingu í mannaráðningum (og beinir einkum spjótum sínum að Bjarna Ben., föður Björns Bjarnasonar (og Valgerðar Bjarnadóttur þingmanns Samfylkingar)) :
http://timarit.is/view_page_init.jsp?requestedFileType=Web%20display&isDisplayThumbnails=false&pdfView=FitH
Segir ráðninguna hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 458380
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur réði hann
Magnús Ágústsson, 6.10.2011 kl. 12:17
Nei, Steingrímur gerði það ekki, en réði hann stjórnina - og það án nokkurra "skilmála"?
Torfi Kristján Stefánsson, 6.10.2011 kl. 13:19
Hann réði manninn
Magnús Ágústsson, 6.10.2011 kl. 13:24
Guðmundur Steingrímsson líkti Bankasýslan þessari við ríkisapparatið sem lýst er í skáldsögu Franz Kafka, sjá:
http://www.althingi.is/altext/raeda/137/rad20090622T164003.html
En hjún hefur hneykslað á aðra lund núna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 13:51
Þessi ráðning er svo augljós framsóknarspillingarráðning að stjórnin í heild verður að segja af sér og ef ekki þá á að reka þennan drullusokk Þorstein sem skeit á sig í Kastljósinu hérna um kvöldið. Og um leið má reka ríkislögreglustjórann sem er enn eitt afkvæmi spillingarráðningar Björns Bjarnasonar og á engan hátt hæfur til að vera ríkislögreglustjóri.
corvus corax, 6.10.2011 kl. 13:53
Allir vita hvað íhald og framsókn hafa verið dugleg við að pota sínum mönnum inn í embættismannakerfið á umliðnum árum og áratugum. Það mun taka langan tíma að koma eðlilegu jafnvægi á, þar á bæ.
Þessi Þorsteinn er bara einn af þessum risaeðlum.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.