Af hverju Ellen Johnson?

Hér er greinilegt að Nóbelsverðlaunanefndin hefur verið staðráðin í því að bæta fyrir rugl síðustu tveggja ára, þegar Obama fékk verðlaunin óverðskuldað og svo Kínverjinn mjög í óþökk kínverskra stjórnvalda (sem kostaði Norðmenn stórfé í töpuðum viðskiptum). Nefndinni hefur þó ekki tekist alveg nógu vel upp í þetta skiptið heldur. Mér sýnist að tvær konur af þremur eigi verðlaunin skilið en ekki sú þriðja, Ellen Johnson Sirleaf.

Enda hafa strax komið fram mótbárum, m.a. vegna stuðnings hennar við fyrrum einræðisherra Liberíu, Charles Taylor, sem nú bíður dóms í Haag fyrir glæpi gegn mannkyni. Í fyrra ákvað dómstóll í Liberíu að Ellen Johnsen skyldi útilokuð frá öllum opinberum störfum í landinu í næstu 30 ár vegna þessa. Hún áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og vann það reyndar þar.

Auk þess hefur hún verið ásökuð fyrir að hafa gert lítið til að draga úr landlægri spillingu í landinu (en ferill hennar hófst reyndar í mjög spilltri stjórn).

Auk þess má benda á að forsetakosningar eru í Liberíu eftir nokkra daga - og líklegt að val hennar hafi áhrif á niðurstöður kosninganna.

Þannig má segja að enn einu sinni hafi Nóbelsverðlaunanefndin klúðrað hlutunum með valinu á Johnson Sirleaf og að starf hinna tveggja kvennanna, sérstaklega þeirra jemensku, líði fyrir það.

Þá er auðvitað eftir að fara í saumana á afskiptum líberska stjórnvalda af borgarastyrjöldinni á Fílabeinsströndinni, sem enn stendur yfir, en margt bendir til þess að þar hafi einlægur friðarvilji ekki verið á ferð. A.m.k. ríkir enginn friður í Vestur-Afríku eins og Nóbelsnefndin heldur fram, sem rökstuðning fyrir vali hennar á Johnson.

 

 



mbl.is Þrjár konur fá friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Obama verðlaunaveitingin var slíkur skandall að varla grær yfir það næstu áratugina. Hins vegar með Kínverjann, um hann veit ég ekkert. En mér er nær að halda að viðbrögð kínverskra stjórnvalda í því máli sanni fyllilega, að þar hafi Norðmenn haft rétt fyrir sér.

Val þeirra núna er þó að mörgu leyti gleðilegt, allavega á meðan maður veit ekkert um þessar konur. Og ef nokkuð er að marka skrif þín má þó segja að tvær af þremur séu  bara nokkuð gott.

Magnús Óskar Ingvarsson, 7.10.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Tja, ég veit ekkert um hina liberísku konuna - og tel líklegt að hún hafi verið valinn til að réttlæta valið á Ellen Johnson. Hún er reyndar ein fárra sitjandi leiðtoga sem hefur fengið friðarverðlaunin (Obama er annar).

Valið á jemensku konunni er hins vegar mjög mikilvægt - og setur vonandi pressu á vestræn stjórnvöld að fara að beita sér gegn jemensku einræðisstjórninni og knýja hana frá völdum.

Reyndar er ég efins um að það gangi því Bandaríkjamenn hafa sífell aukið umsvif sín í þessum heimshluta, m.a. með að setja upp bækistöðvar fyrir ómönnuðu árásarflugvélar sínar - og réttlæta það að eigin sögn með baráttunni gegn hryðjuverkum. Þá skiptir lýðræðisþróun litlu máli.

Hvað Kínverjana varðar þá sýndi Nóbelnefndin enn og aftur að hún gengur erinda USA í flestu - enda hafa Bandaríkjamenn fengið langflest verðlaunin á undanförnum 50 árum eða 20.

Það þrátt fyrir að engin þjóð hefur átt í fleiri styrjöldum en einmitt USA á þessu tímabili.

Obama fékk t.d. verðlaunin fyrir hans "einstaka framlag til að styrkja alþjóðlegt samstarf [diplomati] og samvinnu milli þjóða"  (góð dæmi um það eru þá auðvitað stóraukin hernaðarumsvif í Afganistan og frumkvæði að lofthernaðinum gegn Libýustjórn)!

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband