Enginn framherji!!

Þetta hljómar alveg ótrúlega. Enginn senter í liðinu heldur er sóknartengiliður (kantmaður) látinn spila í framherjanum (Rúrik).

Ef ógöngur landsliðsþjálfarans hafa ekki verið orðnar öllum ljós þá ættu þær að vera það núna.

Þá er athyglisvert að Indriði Sigurðsson, sem hefur verið fastamaður í liðinu, sé ekki valinn nú. Þess í stað er Hjörtur Logi valinn í vinstri bakvörðinn, sem ekkert hefur leikið með Gautaborg undanfarið og Hallgrímur Jónasson í varnartengiliðinum, sem einnig hefur fengið fá tækifæri með liði sínu SönderJyske (og B-deildarmaðurinn í Noregi, Kristján Örn, í miðverðinum)!

Svo finnst mér alltaf grunsamlegt þegar leikmenn eru sagði meiddir rétt fyrir leik, eins og nú er sagt með Eggert Jónsson. Hann lék jú allan leikinn fyrir lið sitt gegn Rangers í skosku deildinni um síðustu helgi og fékk frábæra dóma - en nú er hann skyndilega meiddur!

 

 


mbl.is Þrjú mörk gegn Portúgal en 5:3 tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þetta er alveg eins og var með Valsarana núna í sumar...Engin framherji Þeir Óskar Hrafn og Pétur Marteins , sérfræðingar í íslenska Boltanum á RÚV töluðu mikið um þetta en Valsarar enduðu þó í efri hlutanum.

Það væri vissulega gaman að vita hvað Óskari Hrafn finnist um Íslenska landsliðið en hann kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum

Vonandi verða þeir félagar Óskar Hrafn og Pétur Marteins aftur á skjánum næsta sumar...enda eru þeir ómssandi og gaman af þeim.

Friðrik Friðriksson, 7.10.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

En skoruðu samt. Og það eru "varnar"mennirnir sem eru mest ógnandi, Sölvi Geir og Hallgrímur!

Fer að taka allt aftur með Hallgrím! Danirnir bara vitlausir að nota hann ekki meira (og Svíarnir áður)!

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2011 kl. 21:19

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér eru myndir af mörkunum í leik Dana og Kýpur:

http://fotball.aftenposten.no/em/article211836.ece

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2011 kl. 22:07

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Svíar segja þetta um leikinn: "Portugal slog Island med 5–3, men var illa ute då Hallgrimur Jonasson, till vardags på Gais avbytarbänk, nätade två gånger i den andra halvleken."

Reyndar er Hallgrímnur kominn á varamannabekkinn hjá SönderJyske núna, en þó segir þetta heilmikið um liðið - og um frammistöðu Portúgalana.

Þeir luku keppni á heimavelli næstum eins illa og þeir byrjuðu (4-4 gegn Kýpur)!

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455537

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband