562 milljónir á hverja jörð!

Þeir hjá Lífsval hafa verið duglegir að veðsetja jarðir sínar! Fjórar jarðir með kröfur bankans upp á yfir tvo milljarða króna.

Ein jörðin, Kyljuholt, er smákot á Mýrum við Hornafjörð!

Athyglisvert er að bankinn hafi tekið það í mál að láta Lífsval komast upp með þessa veðsetningu, það er að veita svo há lán á jarðir sem á engan hátt standa undir sér.

Þá er auðvitað spurning af hverju er verið að setja kröfur á þessar jarðir einar og sér en ekki á sjálft fyrirtækið - og láta það sjálft standa fyrir kröfunum.

Þessi lána- og uppkaupsleikur Lífsvals er ekki aðeins bagalegt fyrir bankann heldur og einnig fyrir samfélagið sem slíkt - en með uppkaupum félagsins á jörðum (allt á lánum auðvitað), fór verð á jörðum upp úr öllu valdi og er enn alltof hátt.

Þá er þessi samruni jarða - og stórbú eins og á Flatey - talin vera einhver stærsta hætta sem staðar að landbúnaði og fæðuöflun alls staðar í heiminum í dag.

Því er mikilvægt að stjórnvöld komi inn í þetta ferli og setji loksins lög til að koma í veg fyrir slík uppkaup í framtíðinni. Lög um það liggja fyrir á þingi en Samfylkingin hefur tafið afgreiðslu þeirra hingað til. Mál er að linni.

 


mbl.is Nauðungarsala auglýst á jörðum Lífsvals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Meinarðu þetta lagafrumvarp ?

Pétur Þorleifsson , 18.10.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála síðuhöfundi!

Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þetta hvað? Get ekki opnað tengilinn...

Torfi Kristján Stefánsson, 18.10.2011 kl. 15:17

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þetta sem Jón Bjarnason lagði fram nokkrum sinnum.  Fyrirgefðu, kópíeraði ekki réttan tengil.

Pétur Þorleifsson , 18.10.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband