Sænski boltinn

Það má nú alveg bæta örlitlu við þetta.

AIK er komið í Evrópukeppnina að ári og hlýtur það að styrka stöðu Helga Vals í baráttunni um stöðu miðjumanns í landsliðinu.

Aðrir eru ekki alveg eins heitir eða heppnir. Hjörtur Logi Valgarðsson hefur ekkert spilað með Gautaborg undanfarið og það breyttist ekkert í dag. Theódór Elmar kom inn á í blálokinn en Hjalmar spilar að venju alla leiki liðsins. Hannhlýtur að teljast líklegri í vinstri-bakvarðarstöðuna í landsliðinu, nú þegar Lagerbaeck er tekinn við, en Hjörtur Logi sem ekki nýtur trausts í Gautaborg.

Eiður Sigurbjörnsson var rekinn útaf í leik Örebro og Malmö, þegar staðan var 1-0 fyrir Örebro. Þetta breytti leiknum algjörlega sem endaði 1-2 fyrir Malmö.

Þá er Norrköpingsliðið ekki sannfærandi og rétt slapp við fall. Gunnar Heiðar nýtur trausts hjá þjálfaranum en er samt ekki að gera neinar rósir með liðinu.

Á næsta ári kemur lið Ara Skúlasonar upp í úrvalsdeildina, í stað Halmstad liðs Jónasar Guðna Sævarssonar. Verður forvitnilegt að sjá hvort Ari verði áfram hjá Sundsvall - og þá hvernig hann stendur sig í efstu deildinni.


mbl.is Helgi Valur skoraði gegn meisturunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 455531

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband