6.11.2011 | 09:03
Spenna?
Mér sýnist þetta nú aðeins vera á annan veginn. Ísraelar með lítt dulbúnar hótanir og aðgerðir til að ögra Írönum. Þeir síðarnefndu hafa hins vegar mjög hægt um sig - og reyna að styggja ekki þennan volduga og herskáa nágranna.
Svo er auðvitað Bandaríkjamenn sér á parti - og virðast í æ ríkara mæli farnir að beita leppum sínum fyrir sig í hernaðaraðgerðum, eins og gerðist í Libýu.
Annars virðist vera að draga úr spennunni, nema þá að skýrsla Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar verði notuð sem tylliástæða til að láta til skarar skríða.
Já, ógnunin við heimsfriðinum kemur sem fyrr frá USA og vestrænum vinurm þeirra, en ekki frá hinum "illu öxulveldum".
Spenna milli Ísraela og Írana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Án þess að vera að taka upp hanskann fyrir USA eða Ísrael á neinn einasta hátt, þá vill ég samt sem áður segja að ég treysti ekki stjórninni í Íran neitt frekar en hinum fyrrnefndu.
Garðar Valur Hallfreðsson, 6.11.2011 kl. 10:54
Það verður að taka svona fréttir með varúð. Hvaða lönd eiga ekki kjarnorkuvopn? .Ísrael, Kórea, Pakkkistan, Japan ,Kína o.m.f. Ég trú því ekki að Íranar, þótt heimskir séu, noti þessi vopn nokkurntíma að fyrra bragði, nema þeim sé sama um sitt land og þjóð, því það vita allir hvað það kostar. Jú, Bandaríkjamenn eru hættulegir. Eiturefnavopn fundus aldrei í Írak og vissu vesturveldin það fyrirfram vegna njósna, en samt réðust USA inn í landið og eru þar enn. Það er skítalykt af allri pólutík, því miður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 11:36
Alveg er það merkilegt hversu mikið þarf að skipta sér af löndum þar sem olíu er að hafa á meðan þjóðarmorð og annar viðbjóður fær að þrífast þar sem ekki er nein olía, væri gaman að sjá hvernig færi ef fyndist upp sú tækni að knýja orkuiðnaðinn fyrir demöntum.
Væri þá Rúganda og fleyri Afríkulönd ekki allt í einu orðin ógnun og fundin ástæða til að ráðast á þau til að yfirtaka og stjórna auðlindunum í eigin skini ?
Arnþór H (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 12:05
Engin þjóð ætti að eiga kjarnorkuvopn, svo einfalt er það. En fyrst þessi vopn eru út um allar koppagrundir sé ég ekki hvers vegna Íranir megi ekki eiga þau rétt eins og Ísrael ofl. Það er bara eitt vandamál í Litlu-Asíu fyrir botni Miðjarðarhafs og það heitir ÍSRAEL. Auðvitað nálgast sú stund að arabaríkin og múslímaheimurinn yfirleitt, sameinist um að þurrka Ísrael út af yfirborði jarðar og er reyndar engin eftirsjá í því.
corvus corax, 6.11.2011 kl. 13:56
Ísraelar að ögra Írönum segir þú Torfi. Telur þú sem sagt Ísrael geranda hérna gagnvart landi (einkum núverandi forseti Írans) sem hefur hótað OPINBERLEGA að þurrka Ísrael út af landakortinu?
Guðmundur St Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 14:05
Hér er lítil grein sem áhugavert er ad lesa. Hún er ekki akkúrat um þessa frétt, en segir margt um utanríkisstefnu Ísraels.
http://vaticproject.blogspot.com/2010/07/israels-danny-rothschild-and-plundering.html?spref=fb
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 14:07
Íranir hóta að sprengja Ísrael í loft upp með kjarnorkuvopnum. Flest lönd fordæma slíkt. Ísraelar áskilja sér rétt til að verja sig. Þá ályka sumir eins og pistlahöfundur að það sé Ísrael sem sé vondi kallinn. Heimska eða einfaldlega rasismis og ógeðislegt gyðingahatur?
Guðmundur St Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 14:53
Verja sig með því að gera árás að fyrra bragði?
Svo hefur Íran aldrei hótað að gera árás á Ísrael með kjarnorkuvopnum. Þeir eiga jú engin slík vopn - og ef þeir eru að þróa slík tekur það minnst 3 ár.
Ísralel hóta því hins vegar iðulega - og enginn gerir athugasemdir við það.
Torfi Kristján Stefánsson, 6.11.2011 kl. 17:47
@TKS:
Ef þú veist að einhver ætlar að kýla þig, bíður þú þá bara eftir högginu? Gerir þú ekki eitthvað? Ísraelar eru í þeirri stöðu núna. Hvað heldur þú að Íranir séu búnir að reyna í mörg ár að koma sér upp kjarnorkusprengju? Hvaðan færðu þessa tölu um 3 ár? Hún er algerlega úr lausu lofti gripin.
Hvernig beita USA leppum fyrir sig í Líbýu? Eru Bretar, Frakkar og Norðmenn svo nokkur dæmi séu tekin leppar Bandaríkjamanna? USA eyddu 1100 milljónum dollara í það stríð.
Ísrael er afar lítið land, ef landið verður fyrir kjarnorkuárás verður stór hluti þess óbyggilegur og mikið mannfall verður. Nú hefur fjöldi þjóða reynt að fá Íran ofan af því að framleiða kjarnorkuvopn. SÞ hefur samþykkt refsiaðgerðir á Íran í 3 skipti, allur heimurinn hefur áhyggjur af tilraunum þeirra. Ætli það sé alveg að ástæðulausu? Kannski vita þessi ríki eitthvað sem þú veist ekki. Veist þú kannski fyrir víst að Íran muni ekki nota kjarnorkuvopn þegar þau verða tilbúin?
Vissir þú kannski ekki að nágrönnum Írana, öðrum íslmömskum ríkjum, stafar stuggur af vopnaskaki Írana. Sádarnir t.d. hafa mjög miklar áhyggjur af þessu og þá mega Ísraelar hafa enn meiri áhyggjur enda hafa þeir sagst ætla að þurrka Ísrael út af kortinu.
Þið vitið kannski ekki hvílíkt yndælisfólk stjórnar Íran um þessar mundir. Munið þið eftir síðustu forsetakosningum þar í landi? Munið þið eftir svindlinu í kringum þær kosningar? Munið þið eftir því hvernig mótmælin í kjölfar kosninganna voru barin niður af miskunnarleysi? Garðar talar um að hann treysti ekki stjórnvöldum í þessum löndum en í öðru landinu er það þó almenningur sem velur fulltrúa sína eins og hérlendis öfugt við Íran.
Af hverju er engin eftirsjá að lífi milljóna fólks í lýðræðisríki, CC? Gyðingar hafa alltaf verið fjölmennir í Palestínu og hafa verið meirihlutinn í Jerúsalem frá 1867 en þú vissir það auðvitað, ekki satt? Þér finnst kannski í lagi að sumir séu drepnir vegna trúar sinnar en ekki aðrir, eða hvað?
Já, allt hið illa í heiminum er Vesturveldunum að kenna TKS. Auðvitað hafa Evrópubúar líka áhyggjur af Íran, þeir eru líka að þróa kjarnorkueldflaugar sem draga til Evrópu. Af hverju ættu ábyrgir menn þar á bæ ekki að hafa áhyggjur? Hvernig skýrir þú þá óvild annarra íslamskra ríkja gagnvart kjarnorkuvopnaáætlun Íran ef allt er Vesturveldunum að kenna?
Við vitum að Íran stóð fyrir árás á ísrael í Argentínu fyrir þó nokkrum árum, við vitum að þeir eru að valda vandræðum í Líbanon með því að dæla þangað vopnum og peningum og grafa þar með undir þeim viðkvæma stöðugleika sem þar ríkir. Við vitum að þeir ætluðu sér að standa fyrir sprengjutilræði í USA nú nýlega. Af hverju skyldum við ekki treysta Íran fyrir kjarnorkuvopnum?
Ég held að alltof fáir hugleiði staðreyndirnar í þessu máli. Ef ísraelar afvopnast verða þeir allir drepnir enda hafa verið gerðar margar tilraunir til þess. Undrast einhver að þjóð reyni að verja sig eða að koma í veg fyrir árás á sig? Núverandi valdhafar í Íran njóta ekki trausts almennings (enda Íranir ung þjóð öfugt við múllana sem nú stjórna landinu) og vel má vera að þeir ráðist í einhverjar aðgerðir til að beina sjónum almennings annað. En þú vissir þetta allt saman ekki satt . . . .?
Helgi (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 00:16
Ég vil bara benda á að Íran er múslimst bókstafstrúarríki og ef það gæti myndi eflaust ekki hika við að drepa alla sína óvini hvort sem er með rörasprengju eða kjarnorkusprengju.
Þá vil ég líka benda á að Ísrael er land sem stofnað var með innrás og hernámi og er þess vegna ekki verðugt neinnar vorkunnar.
Önnur saga er að sjálfsögðu með saklausa óbreytta borgara í Ísrael og ættu þeir ekki að líða fyrir trúarofstæki ríkistjórnar sinnar né ríkisstjórnar Írans.
Þar sem Ísrael er til sem land og hefur verið það í marga áratugi er heldur seint í rassinn gripið að fara að reyna að reka þá af landinu, nema gripið sé til hatramms stríðs og þjóðarmorða.
Hver er þá lausnin? Jú, svarið er einfalt. Hver er rótin að þessum ófriði? Trúarbrögð!
Hinn mikli ''satan'' er nefnilega ekki Bandaríkin eða Ísrael eða Íran heldur hið ógurlega skrímsli menningarinnar sem öll þessi lönd deila, TRÚARBRÖGÐ. Það er ekki heldur hvaða Guð/guðir sem er, heldur er það Jahve, hinn grimmi stríðsguð eyðimerkurbúa Mið-Austurlanda frá járnöld. Engin furða þó að samskipti þessa skemmtilegu túlkana á sama guðinum séu svona ófriðsamleg.
En, Jón þið gætuð spurt, varla er þetta svona einfalt? Það getur ekki bara verið trúarbrögðunum að kenna? Þau gáfu okkur Jesúlambið sem er besti vinur barnanna og lætur okkur syngja söngva og baka jólabrauð!
Jú þetta er svona einfalt, vegna þess að það eina sem hindrar friðarviðræður eru einmitt ósemjanleg ákvæði í bókum meistara alheimsins og hver erum við aumingjans mannfólkið að reyna að semja um vilja Guðs.
Það eina sem getur fært frið til þessa svæðis er víðtæk aftrúun fólksins. Þetta gæti hljómað harkalega í eyrum Jesúdýrkenda landsins og það verður bara að hafa það, bítið í það súra epli þið vesælu kristlingar.
Nú er ég ekki að segja að þetta sé raunhæf lausn enda flestir sem myndu heldur halda í blóðþyrsta Guðinn sinn fram í rauðann dauðann, heldur er ég einungis að benda á það sem virðist ekki hafa komið fram hér að sé rót vandans.
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.