Fjöðrin sem varð að fimm hænum

Þetta mál er að verða hið grátbroslegasta!

Kæra Vantrúar til siðanefndar HÍ snerist aðeins um beiðni um að stundarkennaranum yrði veitt áminning og/eða bæðist afsökunar á niðrandi umfjöllun sinni um samtökin.

Siðanefndin gerði ekkert annað "af sér" en að reyna að ná sáttum í málinu. Þeim sáttum hafnaði Bjarni Randver og krafðist þess með stuðningi fjölda kennara innan Hugvísindadeildar að siðanefndin yrði úrskurðuð vanhæf.

Hann réði sér lögfræðing í málinu þó svo að alls ekki væri verið að krefjast afsagnar hans. Vantrú var þá meira að segja búin að gangast undir sættir í málinu og þannig í raun falla frá kærunni þó svo að það hafi ekki verið gert formlega fyrr en siðar.

Þessi lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson, er eflaust ekki af ódýrari gerðinni. Ef einhver annar en Bjarni Randver sjálfur á að borga þennan lögfræðikostnað, þá eru það þeir sem ráðlögðu honum að fara með málið til lögfræðings.

Þá fer Bjarni með ósannindi í viðtalinu við Moggann þegar hann heldur því fram að rannsóknarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að siðanefndarmenn hefðu gerst "brotlegir við siðareglur HÍ um málsmeðferð og margbrotið starfsreglur siðanefndarinnar".

Í niðurstöðun rannsóknarnefndarinnar segir aðeins að hún teldi það miður að ekki hafi tekist að komast að efnislegri niðurstöðu í málinu. Siðanefndin hafi of lengi leitað sátta (!) í stað þess að úrskurða hvort viðkomandi starfsmaður hefði gerst brotlegur við siðareglurnar eða ekki.

Verra var það nú ekki.

Þá er umfjöllun Barkar Gunnarssonar blaðamanns um málið í Sunnudagsmogganum mjög villandi. Hann lætur eins og hann byggi á skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem hann gerir ekki nema að mjög litlu leyti. Þá hefur hann aðgang að fleiri gögnum en þeim sem liggja fyrir og spurning hvernig hann fékk þann aðgang.

Það er greinilegt að nú á að sverfa til stáls gegn trúleysingjum landsins rétt eins og kemur fram í orðum prestssonarins frá Möðruvöllum, Höskulds Þórhallssonar.

Málið snýst þó alls ekki um einelti á hendur trúmönnum heldur um faglega kennslu á háskólastigi. Því er það umhugsunarefni að fjölmargir kennarar Háskóla Íslands snerust til varnar stundakennaranum að því er virðist til að vernda fræðilegt sjálfstæði sitt.

Samt snerist málið í raun einfaldlega um það að Vantrú fór fram á það að hún nyti sannmælis í umfjölluninni og að sjálfsmynd hennar kæmist þar almennilega til skila.

Guðfræðideildin tók undir þetta en Bjarni tók annan pól í hæðina. Það leiddi til himinhás lögfræðikostnaðar.

 

 

 


mbl.is Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er þráðurinn á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Kynnið ykkur sjálf málið frá fyrstu hendi. Reyndar er skýrslan ruglingsleg og margoft farið yfir sömu atriði, en samt má fá yfirsýn yfir það sem skiptir helst máli:

http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/haskolarad/Skyrsla_um_mal_sidanefndar_HI_nr1_2010.pdf

Torfi Kristján Stefánsson, 6.12.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Torfi fyrir góða og æsingalausa umfjöllun.

Arnar Pálsson, 6.12.2011 kl. 12:27

3 identicon

Ég hélt að þetta mál hefði verið úr sögunni. Vantrú dró kvörtunina til baka fyrir mörgum mánuðum ef ég man rétt. Ég var svolítð hissa að sjá þetta koma fram aftur. En svo þegar ég sé Bjarna í Kastjósi og svo umfjöllunina á mbl.is að þá er Bjarni að því er virðist að hann vekja þetta upp aftur af því að hann situr uppi með lögfræðikosnað og er ósáttur að þurfa að borga hann. Það var aldrei ærleg ástæða fyrir Bjarna til að ráða sér lögmann. Bjarni á sér volduga bandamenn sem hljóta að bregðast við kalli hans og hlaupa undir bagga. Best hefði auðvitað verið að hann og Guðfræðideild hefðu fallist á sættir í málinu. En það er auðvitað alveg skelfilegt að sættast við Vantrúarfólk. Það jafngildir tapi í hugum sumra.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband