4.2.2013 | 18:12
FBI á Íslandi
Þetta er alveg furðuleg yfirlýsing frá Ríkislögreglustjóra og frá Ríkissaksóknarembættinu. Aðförin að Wikileaks hér á landi virðist samkvæmt þessari yfirlýsingu hafa átt sér langan aðdraganda. Þegar þann 20. júní hefur bandaríska alríkislögreglan (FBI) samband við ríkislögreglustjóra (?) og fulltrúar þess koma svo hingað til lands þremur dögum seinna (23.) til fundar við embættið. Síðan fara fulltrúar ríkissaksóknara til Bandaríkjanna nokkrum vikum seinna eða 11. júlí til fundar við alríkislögregluna bandarísku. Ekki kemur fram hvað kom út úr þeirri ferð!
Síðan meira en mánuði seinna, að kvöldi 23. ágúst, kemur uppljóstrari í bandaríska sendiráðið hér á landi með einhverjar upplýsingar um málið. Sendiráðið hefur greinilega samband beint út vegna þess en snýr sér ekki til íslenskra stjórnvalda, heldur kemur beiðni frá FBI um að um að fá að senda menn til að ræða við uppljóstrarann. Nú gerast hlutirnir með ógnarhraða. Leyfið fæst frá ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og ráðuneytinu strax morguninn eftir- og átta manna hópur frá FBI er mættur til landsins þá strax um kvöldið!!! Flugið tekur 6-8 tíma, skilst mér, svo þeir hafa eflaust lagt strax af stað að leyfi fengnu og náð að kalla út tvo lögfræðinga með sér!
Síðan er leyfið afturkallað af ráðuneytinu strax daginn eftir, líklega vegna þess að í ljós kom að réttarbeiðni sem þá lá fyrir frá bandarískum stjórnvöldum var ekki í samræmi við þær upplýsingar sem lágu til grundvallar leyfinu daginn áður.
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi dregið sig út úr málinu héldu Bandaríkjamennirnir áfram rannsóknum sínum á meintum tilraunum Wikileaks til að hakka tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins! Það var ekki fyrr en fimm dögum seinna sem FBI-liðinu var sagt að hætta eftirgrennslum sínum og beðnir að yfirgefa landið.
Voru þeir þá búnir að vera hér í fimm daga að rannsaka íslenskt innanríkismál!
Ef það er ekki brot á fullveldi landsins þá veit ég ekki hvað! Merkilegast er þó að þeir hafi komist upp með það að vera hér á landi svona lengi og svo auðvitað að þeim hafi verið leyft að koma hingað in the first place.
Ríkislögreglustjóri hefur löngum hagað sér eins og ríki í ríkinu og hefur oft verið farið fram á að hann verði settur af vegna afglapa í starfi. Merkilegra er hins vegar að ríkissaksóknari skuli taka þátt í svona gjörningi.
FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.