Rúrik ekki með!

Loksins er Gunnar Heiðar Þorvaldsson valinn í landsliðið aftur, en í staðinn fyrir þann Íslending sem líklega er í besta forminu um þessar mundir, Rúrik Gíslason, sem reyndar handarbrotnaði í síðasta leik með FCK.
Rúrik á hins vegar að spila með spelkum í félagsliði sínu en er ekki leikfær með landsliðinu! 
Eins og kunnugt er skipaði Ståle Solbakken, nýráðinn þjálfari danska liðsins, Rúrik að taka brotinu eins og Íslendingur og spila með spelkum.

Rúrik er annar tveggja leikmanna FCK sem hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn þar sem af er leiktíðinni, en liðið er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar að loknum 6 umferðum (hinn er danski landsliðsmaðurinn Nicolai Jörgensen).

Tekið skal fram að Rúrik fékk ekkert að spila í æfingaleiknum gegn Færeyingum þrátt fyrir góða frammistöðu með félagsliðinu. Spurningin er hvort landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, hafi eitthvað á móti Rúrik, eða hvort Lars gerir sér ekki enn grein fyrir þjóðareðli okkar Íslendinga („eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir“). 


mbl.is Aron og Gunnar aftur í landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband