Hvað stóðst spáin ekki?

Svo virðist sem óveðursspá Veðurstofunnar hafi ekki staðist. Bæði hafi verið hlýrra en spáð var og ekki eins mikil úrkoma.

Allur er varinn góður sagði nunnan en það á ekki við í þessu tilviki (og reyndar ekki hennar heldur).

Spáin hefur kostað bændur óhemju mikið erfiði en eins og allir þekkja sem eitthvað hafa tekið þátt í smalamennsku er afar erfitt að smala fé í góðu veðri eins og hefur verið undanfarið fyrir norðan. Það vill einfaldlega ekki niður því gróðurinn er enn safa- og næringarríkur uppi á heiðum, dölum og fjöllum. Þá er ótalið vesenið að vera með stóran hóp fjár í heimahögum og túnum löngu fyrir sláturtíð.

Sama má segja um ferðamenn. Þeir hafa orðið fyrir miklu ónæði vegna spárinnar og kröfunnar um að fara niður af hálendinu. Auk þess virðist björgunarsveitarmenn hafa verið plataðar til að vera í viðbragðsstöðu en ekki eitt einasta útkall var vegna veðurs í nótt.

Veðurstofan hefur oft klikkað áður illilega og verður að fara að taka sig á ef hún ætlast til þess að spár hennar verða teknar alvarlega.


mbl.is Dregur úr vindi síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við þetta má bæta að óveðrið stóð mun skemur en spáð hafði verið - og er að mestu gengið yfir - en það átti að standa yfir alla helgina.

Í fyrra var engu óveðri spáð með hræðilegum afleiðingum, nú var óveðrinu hins vegar spáð sem lítið sem ekkert varð úr.

Það er annað hvort of eða van hjá blessaðri Veðurstofunni.

Torfi Kristján Stefánsson, 31.8.2013 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455537

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband