Hvað með fasistana?

Kastljós og fyrrum forsetaframbjóðandi, Þóra Arnórsdóttir, var með hámark hlutdrægninnar í umfjöllun um Úkraínu nú rétt í þessu. 

Talað var við bandarískan áróðursmeistara um það hvað fyrrum stjórnvöld í Úkraínu hafi verið spillt en ekki orð um hverjir það væru sem steyptu þessari "spilltu" stjórn af stóli.

Fréttir frá Svíþjóð herma hins vegar frá ýmsu miður fallegu frá uppreisnarmönnunum. Í dag var sagt frá sænskum hermanni sem var rekinn úr hernum fyrir ræðu sem hann hélt á Sjálfstæðistorginu nú í febrúar. Þar lýsti hann því yfir að Svíþjóð væri ekki lengur sitt land vegna dekurs á innflytjendum.

Þá sagði hann að minnihlutahópar nytu forréttinda og að 13 ára krökkum væri kennt hvernig mætti stunda kynlíf með innflytjendum og þroskahömluðum.  Allt tal hans einkenndist af útlendingahatri og rasisma.

Þetta tal féll auðvitað í kramið meðal "uppreisnarmanna" í Kænugarði - og kannski flestra vina "uppreisnarinnar" hér á Vesturlöndum?:

http://www.dn.se/nyheter/sverige/svensk-soldat-sparkas-efter-rasistiskt-kiev-tal/ 

 


mbl.is Reyna að komast til botns í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 455508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband