5.3.2014 | 16:03
Sérkennilegt byrjunarliðsval
Freyr Alexandersson byrjar ekki vel sem landsliðsþjáfari kvennaliðsins í fótbolta. Slæmt tap gegn Sviss gaf ekki góða vísbendingu en þar notaðist hann fyrst og fremst við gömu jálkana eins og Katrínu Jónsson sem þó sagðist vera hætt.
Nú fer hann í hinar öfgarnar. Tekur inn alveg óreyndar stelpur í leik gegn einhverju sterkasta kvennalandsliði heims en lætur reynslubolta eins og Katrínu Ómars, Fanneyju Friðriks og Dóru Maríu byrja á bekknum.
Þá hlýtur ráðning hans að vekja spurningar. Þetta er þjálfari sem ekki hefur sýnt neitt sérstakt hingað til, var t.d síðast þjálfari lélegs 1. deildar liðs Leiknis í karlaboltanum.
Að ráða hann til þess knattspyrnulandsliðs sem hefur náð bestum árangri landsliða okkar undanfarið, sýnir í raun vanvirðingu gagnvart kvennaboltanum. Karlaliðið fær jú að hafa tvo þjálfara og það rándýra. Af hverju þessi munur?
![]() |
Skellur gegn Þýskalandi í fyrsta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 212
- Frá upphafi: 463242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fanndís átti þetta að vera!
Torfi Kristján Stefánsson, 5.3.2014 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.