Kaninn með átyllur!

Það er greinilegt að Bandaríkjamenn ætla að notfæra sér ástandið í Úkraínu til að efla ítök sín í löndunum nærri Rússlandi. Frægt er jú eldflaugavarnarkerfið sem á (er verið?) að setja upp í Tékklandi og Póllandi (til að verjast Írönum!) - og nú á að þrengja enn að Rússum.

Áróðursstríðið gegn þeim er á fullu þessa dagana og lítið rætt um það hvort áhyggjur Rússa af þróun mála í þessu nágrannaríki sínu séu réttmætareða ekki (vestræn pressa talar um lygar Pútíns og fyrirslátt).

En Rússar hafa virkilega ástæðu til að hafa áhyggjur. Þeir hafa nú lýst eftir formanni hægra-öfgaflokksins Svoboda, manni að nafni Dmytro Jarosh. Hann var einn helsti leiðtogi uppreisnarmannanna á Sjálfstæðistorginu og hefur nú verið skipaður næstvaldamesti yfirmaður úkraínsku öryggissveitanna!

Ekkert heyrist frá Vesturlöndum um þetta en þó er maðurinn þekktur hryðjuverkamaður yrst til hægri á þeim vettvangi. Rússar lýsa eftir honum sem slíkum, sem öfgasinna og hryðjuverkamanni sem sé sérlega hættulegur Rússum. Jarosh þessi hefur lýst því yfir að þeir sem ekki styðji uppreisnina muni vera meðhöndlaðir sem óvinir ríkisins. Þá hefur hann hvatt and-rússnesk samtök til að grípa til harðra aðgerða gegn Rússum. Hann hefur meira að segja hótað aðgerðum á rússnesku landi. 

Rússar hafa raunverulega ástæðu til að óttast þennan mann og "vini" hans. Hann barðist með Tetjénum í uppreisn þeirra gegn Rússum (1994-96) og hefur beðið leiðtoga þeirra að berjast vopnaðri baráttu með sér gegn Rússunum.

Kananum er nokk sama um þetta, þrátt fyrir allt tal þeirra um samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum - já og Vesturlönd eins og þau leggja sig. Nú er um að gera að notfæra sér ástandið og koma sér fyrir í Úkraínu, hvað sem einhverjum fasistaöflum og hryðjuverkaliði líður.

Hræsnin er nefnilega alltaf söm við sig. 


mbl.is Auka hernaðarumsvif á svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband