Blessuð þennslan ...

Já það er ekki spurning um framboðin á hótelum í og við 101 þessi misserin. Þetta fer að minna á árin fyrir Hrun - og þessi bóla minnir mjög á aðrar bólur sem sprungu svo létt (loðdýrarækt, fiskeldi, fjármálageirinn osfrv.). Enn ein kollsteypan að byrja ...?

Nýlega var verið að breyta húsi við Laugaveg í hótel og byggja viðbyggingu sem nær langleiðina upp á Grettisgötu. Alþekkt eru áformin neðar á Laugaveginum þar sem silfurreynirinn víðfrægi er í hættu. Svo er hótelið sem á að verða við Austurvöll, sem reyndar bólar  ekkert á. Verið er að byggja við Hótel Borg. Þær framkvæmdir virðast ekki þurfa að fara í fornleifamat með blessun forstjóra Minjastofnunar. Svo er það hótelið sem á að rísa við Hörpu. Byrjað er á hótelbyggingu á Hljómalindsreitnum. Hótelbyggingin við Höfðatún er langt komin ... og svo þetta!!

Hvar ætli þessir aðilar fái allt þetta fjármagn? Eru bankarnir virkilega tilbúnir að lána ótakmarkað til slíkra framkvæmda í ljósi þess hve illa þeir fóru út úr síðasta Hruni? Eða fóru þeir kannski ekkert illa út úr því, heldur aðeins almenningur?

Síðast en ekki síst þá má ekki gleyma íbúum í nágrenni þessara framkvæmda sem þurfa að búa við sprengingar alla liðlanga daga þannig að allt hristist og skelfur, sprungur myndast í múr og steypu osfrv. Er ekki kominn tími til að fara í mál við borgina og heimta skaðabætur fyrir skemmdirnar og ónæðið? 


mbl.is Margir vildu reisa hótel við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 455397

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband