Nokkuð harkaleg viðbrögð!

Þetta finnst mér nú nokkuð harkaleg viðbrögð í ljósi þess að leikmaðurinn sýnir iðrun og biðst afsökunar á framkomu sinni. Einnig kemur fram að maðurinn hafi komið óaðfinnanlega fram hingað til. Þetta er sem sé fyrsta "brot" leikmannsins.

Maður hefði haldið að nóg væri að sekt manninn og/eða setja í smá bann til að hann áttaði sig almennilega á því að þetta sé ekki líðandi.

Því hlýtur að vakna spurning hvort stjórn félagsins sé að nota atvikið til að losa sig við leikmanninn. Kannski er hann of dýr og því gott tækifæri til að losna við hann en liðið á enga möguleika lengur á að vinna sig upp í 1. deild.

Á móti kemur að Höttur er í mikilli fallhættu og má eflaust varla við að missa manninn. En kannski er liðið það illa statt peningalega að meira að segja önnur deildin er því fjárhagslega ofviða - og fall því ekki svo slæmt fyrir það. Minni ferðalög ...

Svo er auðvitað spurning hvort svona hefði verið komið fram við Íslending og að það hafi skipt máli að leikmaðurinn er frá Austur-Evrópu. Kannski einhver rasismi í spilinu hjá sjálfri stjórn Hattar?

Allavega er þessi rétttrúnaður, þessi harka, nokkuð grunsamleg(ur).


mbl.is Rekinn eftir kynþáttaníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 455538

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband