28.3.2016 | 09:48
Af hverju er hann ekki í hópnum?
Nú þegar Ólafur Ingi Skúlason er ekki lengur með landsliðinu vegna meiðsla skilur maður ekki alveg af hverju maður eins og Guðmundur Þórarins sé ekki kallaður í hópinn.
Sérstaklega í ljósi þess hversu fáir eiginlegir varnartengiliðir eru í hópnum - og einnig vegna þess að landsliðsþjálfararnir tóku Rúnar Sigurjónsson ekki með, þeir þykjast jú nú þegar vita "hvað hann getur"!
Miðjan reyndist veikasti hlekkur landsliðsins gegn Dönum, enda ekki skrítið. Aron Einar í sama sem engri leikæfingu og Gylfi spilar alls ekki þá stöðu með Swansea (og er enginn miðjumaður í sér).
Knattspyrnuáhugamenn eru farnir að kalla eftir íslenskum sigri enda eru átta leikir síðan sá síðasti kom - og farnir að óttast að EM í sumar verði algjör niðurlæging fyrir íslenska knattspyrnu.
En þjálfararnir virðast ekki kippa sér upp við neitt, enda kunnir af öðru en að vera skjótir að bregðast við ef vandi steðjar að.
Guðmundur samdi við Rosenborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski er þetta skýringin, þ.e. að Guðmundur var kominn á bekkinn hjá Nordsjælland með þjálfaraskiptunum í vetur:
http://politiken.dk/sport/fodbold/ECE3133975/fc-nordsjaelland-saelger-islandsk-reserve-til-rosenborg/
Torfi Kristján Stefánsson, 28.3.2016 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.