Guðmundur enn og aftur að klikka með liðið

Spurning hvort að landsliðsþjáfarinn vilji tapa leiknum gegn Þjóðverjum eða sé alveg sama um úrslitin. Nú var það sprelligosinn og barnið Gísli Kristjáns sem átti að bera upp sóknarleikinn. 

Aron Pálma var þó skárri en í undanförnum leikjum (og svo auðvitað þessi fáránlega dýrkun á honum). En af hverju er Ólafur Guðmundsson ekki að spila meira? Skilur einhver það - og af hverju er ekki talað um það?

Óli kemur loks inná á 20. mín og skorar strax, auk þess sem kemur miklu meiri hraði í sóknarleikinn - og svo auðvitað betri varnarleikur. Þrátt fyrir þetta er hann tekinn útaf efir fjórar mínútur. Allt í einu eru strákarnir, Gísli og Elvar, farnir að stjórna sóknarleiknum! Enda breyttist staðan fljótt úr 9-11 í 10-14.

Guðmundur er enn og aftur að klúðra vali á liðinu - innáskiptingum og fleiru. Hann hefur greinilega ekki huga við þetta mót heldur einhverja framtíð. Hann hefur greinilega ekki heyrt um núvitund.


mbl.is Þjóðverjar voru númeri of stórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Furðulegur þessi fréttaflutningur og sýnir hvað fjölmiðlafólk og "sérfræðingar" eru illa starfi sínu vaxnir.
Þessi íþróttafréttamaður á mbl.is er greinilega ekki starfi sínu vaxinn. Ekkert er minnst á Ólaf Guðm. hvað hann sé góður leikmaður, hvað hann gerir mikið fyrir liðið og auðvitað ekkert um það hvað hann fær að spila lítið. Og ekkert minnst á það að hann spilaði allan seinni hálfleikinn og sá til þess að Þjóðverjarnir rústuðu okkur ekki.
Guðmundur flær falleinkun eftir þennan leik og svo öll pressan eins og hún leggur sig.

Ómerkilegt pakk!

Torfi Kristján Stefánsson, 19.1.2019 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband