Ekkert má nú lengur!

Þetta er nú að verða harla sérkennilegt samfélag sem við lifum í. Menn mega ekki lengur vera fullir og með leiðindi á almannafæri, þá kostar það þá starfið. Merkilegt reyndar að aðeins karlar hafa lent í þessu en ekki konur (nema kannski ein, sem þó þráast við að segja af sér).

Snæbjörn þessi Brynjarsson er skemmilegur penni eins og kemur fram í greinasafni um Hallgrím Pétursson (já þið lásuð rétt, sálmaskáldið ástkæra). Í grein sem hann nefnir Rödd námsmannsins gerir hann grín að nútímanum, fjölmiðlum og því, að allir sem eitthvað er varið í, hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og öðrum ósköpum.

Þar segir m.a.: "Já, erfiðið og pínan. Þið þekkið hana eflaust, nýkomin úr margra alda fangavist. Eflaust munu dagblöðin keppast við að fá ykkur í forsíðuviðtöl. Ef eitthvert ykkar var misnotað kynferðislega, flott er, þá komist þið í sjónvarpið líka. Í dag þekkir fólk svo lítið til ömurleikans að það vill helst velta sér upp úr ömurleika annarra allan daginn. Það er viss fró í því. Hvað er betra til að lífga upp á hversdaginn heldur en þjáningar annarra? ... Þannig getið þið tekið þjáningar okkar upp á ykkur, við getum grátið með ykkur því höfum ekki yfir neinu að gráta sjálf. Þetta er okkar dags passía. Við höfum ástríðu fyrir þessum sögum, krabbamein í heila, sambúð með ofbeldismanni, einelti, misnotkun og svo framvegis."

Snæbjörn hefur þó varla búist við að lenda sjálfur í þessari lönguvitleysu.


mbl.is Segir af sér varaþingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband