Eftiráskýring!

Í hádegisfréttum RÚV núna rétt áðan var sagt frá því að eigandi Skólavörustígs 36 hafi haldið því fram að ætlunin hafi alls ekki verið að rífa húsið heldur aðeins að skipta um þak á því og fjarlægja milligólf í húsinu (gólf sem hafði fúnað) en við það hefði það hrunið!
Áður hafði hann hins vegar sagt, eins og kemur fram í þessari frétt, að húsið hefði verið rifið (OBS!) því að burðarvirki hefði gefið sig. Tvísaga ekki satt?

Svo óheppilega vill þó til, fyrir eigandann, að til er upptaka af framkvæmdunum við húsið þar sem sést að það hrundi alls ekki heldur var einfaldlega rifið.
Þannig er eigandinn uppvís að lygum - en spurning er hvort það hafi einhver eftirköst fyrir hann.
Sambærilegt mál kom nefnilega upp þegar Exeterhúsið við Tryggvagötu var rifið ("óvart" auðvitað) á sínum tíma. Þá komst byggingarfyirtækið upp með lögbrotið og fékk leyfi til að byggja annað hús í staðinn, reyndar í stíl þess gamla en auðvitað miklu stærra og alveg nýtt. Þar með sparaði það sér stórar upphæðir, því viðgerð gamalla húsa er mun kostaðarmeiri en að byggja nýtt.
Sama gerist eflaust hér ef maður þekkir eftirlitsaðilana rétt.

https://www.ruv.is/frett/2020/09/10/verndad-hus-rifid-i-leyfisleysi-a-skolavordustig

 

 


mbl.is Rifu verndað hús við Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband