Landsliðsþjálfarinn alltaf við sömu fjölina felldur

Arnar Þór Viðarsson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af gagnrýninni á hans störf sem landsliðsþjálfara, sem einkum beinast að liðsvalinu. Það má sjá af vali hans á því í þetta sinn. Enn er varamaður í liðið í spænsku c-deildinni valinn í byrjunarliðið, stráklingur sem hefur nær aldrei verið í byrjunarliði hjá félagi sínu. Á meðan situr Albert Guðm. á bekknum sem var einn af fáum með einhverju lífsmarki í leiknum gegn San Marinó.

Þarna eru og fleiri sem nokkuð sérstakt er að séu í byrjunarliðinu. Má sem dæmi nefna það traust sem Arnar virðist hafa á Daníel Grétarssyni, en hann hefur einnig leikið lítið sem ekkert með liðum sínum, hvorki áður í Blackpool né nú í Póllandi.

Kannski er ástæðan sú að landsliðsþjálfarinn hefur ekki úr öðru að spila en varamönnum í lægri deildum í Evrópu eða slökum til miðlungs spilurum á Norðurlöndunum, vegna þess að hann hefur hrakið nær alla reynslumestu leikmennina úr landsliðinu sökum leiðinlegrar framkomu gagnvart þeim. Svo segja sögurnar að minnsta kosti.

Þjálfarinn getur reyndar setið öruggur á sínum stóli því hann veit að forseti KSÍ stendur þétt við bakið á honum - og mun eflaust gera það þar til henni verður komið úr sínum eigin stóli fyrir vandræðagang.

 


mbl.is Annað fjögurra marka jafntefli gegn Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 455524

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband