29.6.2022 | 19:03
Nú á að fórna Kúrdum í Tyrklandi
Ljóst er með þessari skyndilegu eftirgjöf Tyrka varðandi umsókn Svía að NATÓ, að Tyrkir hafa fengið fram allt það sem þeir kröfðust: Að Svíar lýsi því yfir að PKK, stjórnmála- og frelsissamtök Kúrda í austur-Tyrklandi, verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök og fólk í þeim flokki sem hefur búið í Svíþjóð í tugi ára, verði framselt til Tyrklands til að dúsa þar í fangelsi það sem eftir er ævinnar (eða verða teknir af lífi).
Og þetta allt til að komast í hið dýrðlega friðarbandalag NATÓ.
Reyndar hafa Svíar verið á leið þangað í mörg ár. Þeir tóku þátt í innrásinni í Afganistan og voru með herlið þar til fyrir skemmstu - og þeir hafa einnig verið í hermannaleik í Írak og Sýrlandi ef ég man rétt - með hinum NATÓ-þjóðunum.
Frelsið er yndislegt - ég geri það sem ég vil - var sungið eitt sinn. Og enn er það sungið, þó svo að frelsishjalið sé fyrir löngu orðið innantóm orð - og hið svokallaða lýðræði á Vesturlöndum sömuleiðis. Hér er gefið skít í hvað almenningi finnst - ef honum finnst þá nokkuð því áróðurinn er búinn að gera hann heiladauðann.
Hér er svo flott grein um lygina á Vesturlöndum um þessar mundir. Lesið endilega:
https://www.ruv.is/frett/2022/06/29/loksins-getum-vid-slokkt-a-fridarsulunni-i-videy
Söguleg stund en óviðeigandi hjá Tyrkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.