Enn í hitanum hjá Jolla

Jóihannes Karl Guðjónsson hefur ekki leikið einn einasta leik með 1. deildar liði Burnleys nú á þessari leiktíð, og yfirleitt ekki einu sinni komist í leikmannahópinn, en leikið alla leikina með íslenska landsliðinu vegna náðar og miskunnar Eyjólfs landsliðsþjálfara.

Menn hafa verið að gagnrýna val  Jolla á leikæfingalausum Eiði en ekki nefnt Jóhannes á nafn þrátt fyrir afleita frammistöðu hans með landsliðinu. Þar hefur leikæfingarleysi hans hvað eftir annað komið berlega fram, varla átt eina heppnaða sendingu á samherja og misst boltann hvað eftir annað. Svo kvarta menn yfir slökum miðjuleik landsliðsins!

Ég vil leyfa mér að fullyrða að rangt val landsliðsþjálfarans á leikmönnum hafi átt stærstan þátt í slökum árangri íslenska landsliðsins. Svo alvarlegt er málið að mínu mati að reka hefði átt Eyjólf eftir síðasta leik, rétt eins og  gert var við Steve Stanton þjálfara írska landsliðsins í gær (voru Írar þó með 15 stig en ekki 8 eins og við).

Eina réttlætanleg ástæðan fyrir að það var ekki gert hlýtur að hafa verið loforð Eyjólfs um að velja Jóhannes Karl ekki aftur í liðið. Ef slík krafa hefur ekki verið lögð fram af stjórn KSÍ er hún samábyrg ef illa fer gegn Dönum á Parken nú í nóvember.

 


mbl.is Jóhannes Karl enn úti í kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455606

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband