Hrun á markaðnum

Jæja þá hefur það gerst sem margir hafa spáð, að loftbólan stóra sem íslenski hlutabéfamarkaðurinn sé, myndi springa fyrr eða síðar.

Menn hafa lengiu talað um öfund stóra bróðurs, þ.e. Dananna, í garð okkar þegar Danski bankinn og fleiri þarlendir fjármagnsgreinar fullyrtu að íslenski markaðurinn stæði mjög höllum fæti.

Í ljós hefur komið að komplexinn var okkar meginn, litla-bróður komplexinn sem ekki getur hlustað á vinsamleg ráð stóra bróður.

Hætt er við að almenningur tapi stórfé á þessari miklu niðursveiflu eða kreppu, tap sem að stórum hluta má kenna spákaupmennsku bankanna og fjárfestingafélaganna - og lélegra fjármálaráðgjafa þeirra.

Vonandi fá þó fleiri að blæða en leiðitamur almenningurinn og við fáum að sjá eitthvað af þotuliðinu þurfa að rifa seglin svo um munar.

Kannski verður þetta meira að segja til þess að vextir lækki og húsnæðis- og leiguverð verði aftur viðráðanlegt fyrir venjulegt fólk.


mbl.is Mikil verðlækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 455507

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband