Sprengingar ástæðan?

Það er ekki einleikið hversu mikið er að því að vatnsrör springi þessi misserin á þeim svæðum sem liggja nálægt byggingarsvæðum þar sem mikið hefur verið sprengt fyrir stórum grunnum.

Á meðan á byggingu bílastæðishússins við Laugaveg (Stjörnubíóreitnum) stóð hristist og skalf allt Skólavöruholtið og vatns- og skolpleiðslur gáfu sig víða. Frægast er eflaust atvikið þegar hitaveiturör fór í sundur á Vatnsstíg og sjóðheitt vatnið flæddi niður Laugaveg.

Um svipað leyti var verið að sprengja lon og don í Borgartúninu - og reyndar mun lengur - og barst sprengjugnýrinn og höggtitringurinn langar leiðir. Og nú heyrist af því að hverfið ekki aðeins hristist og nötrar vegna þessara sprenginga heldur eru vatnsrör þar einnig farin að gefa sig.

Gaman væri að fá upplýsingar um hvort menn hafi eitthvað rannsakað áhrif svona sprenginga á umhverfið, á hús og vatnslagnir - hvað þá á líkamlegt og andlegt ástand fólks!

Við sem vinnum og búum á Skólavörðuholtinu, eða við það, megum búast við svipuðum sprengingum mörg komandi ár, þ.e. á meðan verið er að rífa gömul hús við Laugaveginn og sprengja fyrir nýjum - hvað þá þegar byrjað verður á að byggja verslunarmiðstöðvar upp á Baronsstígsreitnum og víðar í kringum Laugaveginn.

Er ekki kominn tími til að almenningur rísi upp gegn þessu ofríki "féþúfu"mannanna, leiðitamra  embættismanna og kjörinna fulltrúa - og mótmæli þessum vinnubrögðum?


mbl.is Vatnsæð fór í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú einhver mesta vitleysa sme ég hef heyrt held það sé nú sáralítil tenging ef einhver milli sprenginga og því að vatns lagnir eru að gefa sig hinsvegar er það annað að lagnir í þessum gömlu hverfum eru fyrir löngu orðnar úreltar og löngu komnar yfir á tíma. Held að orkuveitan ætti að eyða einhverju af þessum peningum sínum í að halda við dreifikerfinu. Í dag er reiknað með að lagnir séu að endast í þetta 50-60 í besta falli og ég lofað því að það sem var lagt fyrir um 50 árum síðan er EKKI með sama líf tíma og það lagnaefni sem verið er að nota í dag. Held þvi miður að þú sért að leita langt yfir skammt að sökudólg. Já og verð að láta það fylga að ég bý einmitt herna í miðtúninu og þessar sprengingar fóru nú ekki mikið fyrir brjóstið á mer þarna voru greinilega miklir fagmenn á ferð og hávaðinn í viðvörunar flautautonum fór meira í taugarnar á mer en sprengingarnar sjálfar. Held fólk fari nú fyrst að hvarta ef það á að fleyga fyrir þessu öllu þá erum við með hristing og mikil læti allan tíman þá eru sprengingar mun betri kostur.

Hallfreður (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:29

2 identicon

Áttarðu þig á því hvað er langt frá Stjörnubíóreitnum að Vatnsstíg? Ég hugsa að það sé nánast útilokað að menn hafi svo mikið sem orðir varir við sprengingarnar á Vatnsstígnum, hvað þá að vatnsleiðsla hafi farið sundur. Auk þess sögðu fréttir af leiðslunni á Vatnsstígnum að þar hafi verið um tæringu að ræða vegna galla í hlífðarkápu...

Óli (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:46

3 identicon

Hitaveiturörið á vatnsstígnum fór ekki í sundur vegna sprengina né vegna tæringa. Þetta eru gamlar leiðslur þarna í laugarveginum og jú reyndar voru tæringar með í spilinu.

Þetta var sama kvöld +- þegar stóri bruninn varð í sumar, þegar Pravda og fleirri hús brunnu í Aðalstrætinu, þá var heita vatninu lokað á mjög stóru svæði. Þegar hleypt var aftur á gáfu leiðslurnar sig. 

Þetta er allstaðar að gerast. Gömul rör þola ekki endalaust. 

Palli (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jú, jú gamlar leiðslur gefa sig.

En það er ekki langt frá Vatnstígnum að bílastæðishúsinu, ekki lengra en frá því og að heimili mínu. Ég var svo óheppinn að vera stundum heima að vinna þegar sem mest gekk á við sprengingarnar þar. Þá var eins og að stærðar jarðskjálftar riðu yfir. Ég efa ekki að fleiri hafa upplifað það sama enda er allt holtið ein stór klöpp sem leiðir mjög vel öll högg og titring af völdum sprenginga.

Enn er ég heima við og enn er verið að sprengja hér í nágrenninu - þó ég átti mig ekki á hvar - og enn titrar hér allt og skelfur. Slíkt hlýtur að hafa áhrif á byggingar og á gamlar leiðslur. Þær batna amk ekki við þessi ósköp.

Torfi Kristján Stefánsson, 9.1.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455606

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband