Bókstafstrúarskóli

Ekki ætla ég að bera blak af morðum á óvopnuðu fólki en mig langar þó að reyna að útskýra það af hver bæði Hamas og Hizbolla, já og Palestínumenn almennt fagni þessum drápum.

Skólinn sem ráðist var á er nefnilega tákn um allt það versta í gyðinglegri hugmyndafræði í þeirra augum. Þetta er skóli Zíonista sem telja það Guðs vilja að fólk af gyðingaættum fái að búa í hinu forna ríki Davíðs konungs og að þau landamæri sé heilagur vilji Guðs, sem náðu langt út fyrir núverandi Ísrael og eru því dæmi um áframhaldandi útþennslustefnu Ísraelsmanna. Það að Ísraelsþjóðin fái aftur búsetu í fyrirheitna landinu, leiði til frelsunar gyðinga, komu Messíasar og endurlausn alls heimsins sem ríki Guðs (og þá væntanlega undir stjórn Zíonistanna).

Skóli þessi, Mercaz HaRav, þjálfar ungt fólk til að útbreiða  þennan boðskap sem er í raun hryggsúlan í  ísraelska hernum (meirihluti hermanna kemur úr slíku heittrúarumhverfi) og leyniþjónustunnar illræmdu - og uppistaðan í hægri flokkunum á ísraelska þinginu. Þeir eru nú í stjórnarandstöðu í Ísrael, sem skýrir ágætlega dempuð viðbrögð stjórnarinnar við þessum atburðum. Auk þess eru langflestir landnema á hernumdu svæðunum úr röðum þessa fólks. Þá hafa Bandaríkjamenn stutt skóla sem þessa ötullega.

Því má segja að verknaður þessi sé táknræn árás á stuðning Bandaríkjamanna við gyðingleg öfgasamtök, á landnám gyðinga á herteknu svæðunu, á ísraelska herinn og leyniþjónustuna og á herská öfl í Ísrael. Þess vegna fagna palestínumenn nú ákaft.

sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Religious_Zionism 


mbl.is Átta létust á árás á skóla í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þessi skóli er svona eins og allar menntastofnanir Palestínumanna?

Gilbert (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband