22.5.2008 | 15:31
Enn einn úr hriplekri Valsvörninni!
Já, landsliðsþjálfarinn hefur trú á mönnum úr Valsvörninni þó svo að hún hafi verið hriplök í fyrstu umferðum Íslandsmótsins.
Svo til að minna á hverju hann hafði úr að moða vil ég nefna nokkra leikmenn á Norðurlöndum sem spila í miðri vörninni. Fyrstan má nefna Indriða Sigurðsson hjá Lyn en lið hans er í efri hluta norsku deildarinnar og hann spilað alla leikina (gæti einnig spilað vinstri bakvörðinn). Einnig er Haraldur Guðmundsson hjá Aalesund áhugaverður kostur.
Í Svíþjóð hefur Sölvi Ottesen hjá Djurgaarden verið að koma til upp á síðkastið og m.a. skorað tvö mörk. Þá er Sverrir Garðarsson búinn að spila alla leikina með Sundsvall og staðið sig vel. Hann er og úr gamla liði þjálfarans, FH - og valinn í landsliðið meðal hann var þar - en nú er hann kominn út og þá gleymist hann eins og fleiri.
Svo kemur auðvitað bestri vinstri fóturinn í sænska boltanum í dag, Hjálmar Jónsson, meira en lítið til greina því vel hefði mátt hugsa sér að nota ætti Hermann í vinstri bakverðinum. En, nei, ó ekki!
Mikil er viska þjálfarans!
![]() |
Hermann brotinn - Atli Sveinn í staðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 463253
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.