1.11.2008 | 17:30
Frábær leikur!
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu góður þjálfari Guðmundur Guðmundsson er. Vörnin hjá íslenska landsliðinu í seinni hálfleik var hreint út sagt frábær, sérstaklega í ljósi þess að Sverre spilaði ekkert þá (og Sigfús er meiddur og því ekkert með). Vignir Svavarsson er greinilega framtíðar máttarstólpi í vörninni. Þá voru dómararnir mjög hliðhollir okkur, sama hvað sem Viggó segir!
Svo var þetta svo sannarlega leikur Loga Geirssonar. Þarna var hann loksins að bæta fyrir það þegar hann skaut í hausinn á varnarmanni Þjóðverja (í uppstilltum varnarvegg þeirra) í HM síðast (?) á þeirra eigin heimavelli, og ögraði eftir það gjörvallri þýsku þjóðinni með því að hvetja áhorfendur áfram í mótmælum þeirra, svo að það sem eftir var mótsins var stanslaust púað á íslenska handboltalandsliðið og ekki síst Loga!
Jafnteflið í dag var gríðarlega mikilvægt því ljóst er að Makedónar eru með besta liðið í riðlinum (við töpuðum jú illa fyrir þeim í undankeppni HM) og við og Norðmenn munum berjast um annað sætið - sem gefur rétt till þátttöku í úrslitakeppni EM.
Ísland sótti stig til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 460025
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.