21.11.2008 | 08:04
Stjórnvöld og núverandi stjórnendur hrifnir?
Hvað þýðir það að erlendir aðilar eignist Kaupþing? Merkir það ekki að þar með eignast útlendir aðilar það sem heimilin og fyrirtækin skulda hjá bankanum? Þar með eignist þeir stóran hlut í íbúðar- og atvinnuhúsnæði landsins, í búum landsmanna (því bændur skulda jú umtalsverðar upphæðir, einkum kúabændur vegna offjárfestinga undanfarið) og í skuldum sjávarútvegsfyrirtækja?
Svo var einhver að tala um að útlendingar mættu aldrei eignast hlutdeild í fiskveiðikvóta sjávarútvegsrisanna!
Landið þarf þannig greinilega ekki lengur að ströggla gegn inngöngu í ESB til að hindra það!
Nei, ég held að það sé kominn tími til að spyrna við fótum áður en landið verði selt þeim sem við skuldum mest - og losa okkur við þessa ríkisstjórn og við stjórnendur bankanna.
Danskur banki yfirtaki Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Islendingar eiga FIH þar sem Kaupþing let hann að veði vegna láns frá seðlabankanum nokkrum dögum fyrir hrunið og við yfirtöku eignuðumst við FIH
bs (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:31
Sjávarútvegsfyrirtækin, eins og mörg önnur skulda út um allan heim.Erlendir bankar eru tæpast ósiðlegri í viðskiptum og þeir íslensku.Útlendingahræðsla virðist landlæg hér þó þjóðin vilji stöðugt vera á ferðinni erlendis og jafnvel flytja til útlanda, amk þegar illa árar.
nn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:32
Já einmitt! Þetta er dansk-íslenski bankinn sem Kaupþing fékk sitt gríðarháa lán fyrir og setti í staðinn veð í honum. Veð sem síðan reyndust verðlaus!
En ég hélt að daniskir körfuhafar hefðu yfirtekið bankann - og er næstum viss um það. Þannig að hann er varla í eigu Seðlabankans lengur.
Hvað útlendingahræðsluna varðar þá er það rétt að hluta. Íslendingar sjálfir hafa reynst mestu bófarnir alla tíð eins og sást best á rányrkjunni á fiksimiðunum eftir að við boluðum Bretum frá þeim með útfærslu landhelginnar.
En sjálfstæðið er samt nokkurs virði. Við virðumst vera að hverfa beina leið aftur fyrir 1780 þegar kirkjan fór að selja jarðir sínar og íslenskur almenningur fór loksins að eignast eitthvað sjálfur að ráði. Nú eignast erlendir aðilar eflaust næstum allt það sem íslenskt er. Til hvers höfum við þá staðið í þessari fjandans sjálfsstæðisbaráttu í allar þessar aldir?
Torfi Kristján Stefánsson, 21.11.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.