"svo framarlega sem"

Björgvin Sigurðsson bankamálaráðherra hefur vakið mikla athygli í kjölfar bankahrunsins fyrir yfirlýsingargleði, sem ég vil leyfa mér að kalla lýðskrum. Hann lofaði á sínum tíma að enginn bankamaður myndi missa vinnuna, að allar innistæður fólks í bönkunum yrðu borgaðar í topp o.s.frv. Allir vita um efndirnar.

Nú í dag hefur hann haldið áfram með yfirlýsingar sínar og slær þar forsætisráðherra við  í fullyrðingagleðinni. Hann sagði m.a. að krafist yrði allra upplýsinga um Kaupþing banka í Lúxemborg. Líklega hefur hann ekki vitað að bankaleynd þar í landi er ein sú mesta í heiminum?

Hann vissi ekki heldur um hagsmunatengsl KPMG við Glitni, eða réttara sagt við helstu hluthafana í gamla Glitni, eða vissi hann kannski ekkert um hvaða endurskoðunarfyrirtæki væru að skoða gömlu bankana eins og aðstoðarmenn hans halda fram?

Þessi vanþekking hans er í sjálfu sér næg til að koma manninum úr embætti.

En þar sem hann er grunaður um græsku, þ.e. grunaður um að ljúga þessu öllu saman og reyna með fullyrðingum sínum að afvegaleiða almenning, þá er þess þá heldur ástæða til að krefjast afsagnar hans.

Ríkisstjórnin verður að fara að hreinsa til hjá sér ef hún vill halda einhverjum trúverðugleika eftir.

Því er krafan nú: Út með Björgvin, út! 


mbl.is Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Hafa eigendur ekki aðgang að upplýsingum? og ef svo er þá hvers vegna ekki íslenska ríkið ?

Sigurbjörg, 10.12.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Íslenska ríkið á ekkert í þessum banka, ekki frekar en í öðrum "íslenskum" bönkum sem störfuðu í útlöndum, nema Landsbankanum í Hollandi og á Bretlandseyjum (og einhverjum bönkum í Skandinavíu ef mig minnir rétt). 

Auk þess má benda á að íslenska ríkið á jú "nýju" bankana hér á landi, en fær engar upplýsingar um starfsemi gömlu bankana vegna bankaleyndarinnar!

Þetta er einfaldlega blekkingarleikur hjá ráðherra, rétt eins og það var blekkingarleikur hjá formanni Viðskiptanefndar Alþingis, samflokksmanni áður nefnds ráðherra, þegar hann krafði bankana um upplýsingar (sem hann fékk ekki) og einnig Davíð Oddsson.

Það er leitt ef þú lætur slá ryki í augu þér, en svona er þetta nú bara. 

Torfi Kristján Stefánsson, 10.12.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 455375

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband