Fáránleg hugmynd!!

Nú er Hörður Torfa endanlega búinn að spila rassinn úr buxunum og kominn tími til að fá einhvern annan til að stjórna laugardags mótmælafundunum á Austurvelli.

Fundurinn á síðasta laugardag var slappur, aðeir tveir ræðumenn í stað þriggja eins og venjan hefur verið og stóð því alltof stutt, svo stutt að það tók því varla að mæta.

Og nú á að standa þarna í 17 mínútur og steinhalda kjafti! Nei og aftur nei!

Af hverju ekki að nýta alla þá fjölmörgu tónlistarmenn, eins og KK, sem hafa mótmælt harðlega framgöngu ríkisstjórnar og eftirlitssstofnana undanfarnar vikur, og fá þá til að spila frítt á Austurvelli fyrir, á milli ræðuhalda og eftir mótmælafundinn?? Þeir geta í leiðinni kynnt jólatónlist sína - og þannig fengið eitthvað meira fyrir sinn snúð en aðeins samstöðuna.

Já, af hverju er Hörður Torfason að stjórna mótmælunum en ekki einhver samtök almennings eins og verkalýðshreyfingin já eða Vinstri grænir? Hörður er allavegana orðinn mjög þreyttur og ætti að stíga til hliðar. 


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu að þetta sé einhver jólatrésskemmtun? Af hverju í fjandanum ertu að mæta þarna?

largo (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst þetta táknrænt og flott..það er nóg af jólatrónleikum um alla borg ef það er það sem þú ert að leita að. Þetta er táknrænn gjörningur og er kannski meira um sorg vegna þess hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð og hvernig komið er fram við okkur en einhverja jólagleði.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: corvus corax

Hverslags rugl er þetta í þér maður? Þögul mótmæli eru ekkert verri en önnur, aðalmálið er að sem flestir mæti. Því fleiri, því betra. Verkalýðshreyfingin er ónýt af því að verkalýðsforingjarnir hafa misnotað aðstöðu sína undanfarna áratugi og gefa dauðann og djöfulinn í hagsmuni launþeganna en beina allri sinni orku í að hafa sem mest í eigin vasa frá launaþrælunum eins og hundruð dæma sanna. Hvaða meining er það að t.d. formaður VR skuli vera með hátt í tvær milljónir í laun á mánuði? Og fyrir hvað? Að koma sjálfum sér að kjötkötlunum og taka þátt í fjármálasvindlinu? Og hann er mörgum sinnum verri en aðrir glæpamenn þar sem hann misnotar fé launaþrælanna til að gambla með en ekki sitt eigið. Hins vegar þiggur hann milljónir á ári fyrir stjórnarsetu fyrir hönd félagsins í bankastjórn. Átti ekki félagið að fá með réttu allar milljónirnar? Þetta er þjófur eins og allir hinir verkalýðsforingjarnir sem gefa skít í þá sem þeir eiga að verja og berjast fyrir. Verkalýðsforingjarnir eru af sama sauðahúsi og bankaglæpalýðurinn og ríkisstjórnin ásamt embættismönnum. Hugsa eingöngu um rassgatið á sjálfum sér og sínum nánustu flokksvinum.

corvus corax, 11.12.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jú, jú, corvus!! Rétt hjá þér. Verkalýðshreyfingin er gjörspillt en hún er samt sem áður grasrótarheyfing í eðli sínu - og ekki of seint að gera hana aftur að því sem hún eitt sinn var.

Ég vil stemningu á fundum, ekki eitthvert slen og slappleika eins og við höfum þurfta að horfa upp á undanfarna laugardaga.

Mér finnst Hörður Torfa alls ekki vera að standa sig. Fyrst þetta fáránlega, síendurtekna röfl um að  mótmælin ættu að vera friðsamleg, síðan yfirlýsing um að hann myndi láta okkur (múginn) vita hvað næst yrði gert, svo lélegt val á ræðumönnum og nú að lokum þessi þöglu mótmæli!

Hver skipaði hann annars stjórnanda þessara mótmæla? Hann sjálfur auðvitað og enginn annar.

Það þarf amk miklu meira samráð um hvernig staðið verði að þessum mótmælum. Af hverju ekki að bjóða Steingrími Sigfússyni að halda ræðu næsta laugardag og einhverjum fleirum úr stjórnarandstöðunni sem ekki eru með neitt niðrum sig varðandi bankahneykslin?

Já, hafa samráð við stjórnarandstöðuna. Við borgum þeim jú kaupið þeirra og stórar upphæðir í styrk til flokkanna. Við eigum því þessa flokka og eigum heimtingu á að þeir þjóni okkur.

Hins vegar eigum við ekkert í Herði Torfa, höfum aldrei kosið hann til eins eða neins og fáum engu að ráða um framkvæmd mótmælanna. Hann lætur okkur bara vita um þá, stundum með góðum fyrirvara eins og nú, en stundum með nokkra klukkutíma fyrirvara. Við mætum samt alltaf þrátt fyrir þessa fáránlega slæmu skipulagningu.

Hvað gerist ef mótmælin verða almennilega skipulögð? Þá koma örugglega tugir þúsunda.

Torfi Kristján Stefánsson, 11.12.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Idda Odds

Ein mínúta fyrir hvert ár sem íhaldið hefur verið við völd ......

Idda Odds, 12.12.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband