10.1.2009 | 23:32
Mogginn og fréttir af Gaza
Í dag var haldinn fundur í gamla Iðnó hér í Reykjavík á vegum félagsins Ísland-Palestína. Þar fluttu m.a. tveir blaðamenn ræður, Karl Blöndal á Morgunblaðinu og Steinunn Stefansdóttir hjá Fréttablaðinu.
Það kom mér mjög á óvart hversu afdráttarlaus þau bæði voru í afstöðu sinni til framferðis Ísraelsmanna gagnvart íbúunum á Gaza. Karl talaði óhikað um fjöldamorð og stríðsglæpi Ísraela og Steinunn vildi að íslensk stjórnvöld riftuðu stjórnmálasambandi við Ísrael.
Karl er aðstoðarritstjóri Moggans og Steinunn aðstoðarfréttastjóri Fréttablaðsins (ef ég man rétt). Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að maður verður ekki mikið var við þessa afstöðu í skrifum þessara blaða um árásarstríðið gegn Gazabúum. Miklu frekar er verið að rekja sjónarmið Ísraelsmanna svona til mótvægis við vonsku þeirra.
Sem dæmi um þetta er fréttin að ofan um "landamæradeiluna". Einungis er sagt frá kröfum Ísraela varðandi landamæri Gaza og Egyptalands en ekkert fjallað um kröfur Hamas um landamærin milli Gaza og Ísraels. Þær virðast ekki skipta neinu máli í þessum "samningaviðræðum".
Samt röktu þessir blaðamenn, sem báðir eru háttsettir í fjölmiðlum sínum, nákvæmlega hvernig Ísraelsmenn hefðu til fjölda ára brotið á rétti íbúanna á Gaza með því að loka landamærunum fyrir íbúunum þar, komið í veg fyrir matar- og lyfjasendingar, hindrað fjármagnsflutning til landsins og síðast en ekki síst gert Gaza að einu allsherjar fangelsi með að reisa múr á landamærunum (reyndar langt inni á landi Palestínumanna).
Hvergi er minnst á þetta í Mogganum eða Fréttablaðinu þessa daganna, þó svo að ræðumennirnir í stjórnunarstöðum þessara blaða hafi verið ófeimnir að ræða slíkt á fundinum í dag.
Tvískinnungur? Hafa þessir aðilar tungur tvær og tala sitt með hvorri?
Það er að minnsta kosti furðulegt hversu fjölmiðlarnir eru, þrátt fyrir allt, hlutdrægir í umfjöllun sinni um stríðsglæpi Ísraela. En kannski er það ekki svo furðulegt í ljósi þess að USA og Evrópusambandið styðja Ísrael leynt og ljóst - og hin borgaralega pressa hér á landi þá einnig.
Þá er auðvitað spurning af hverju fleiri aðilar komi ekki að fundi sem þessum - hvort félagið Ísland-Palestína einoki málstaðinn og leyfi engum öðrum að komast að? Hvort þetta félag sé ekki fyrst og fremst fjölskyldufélag Sveins Rúnars og honum til dýrðar? Amk minnti myndasýning þeirra hjóna, Sveins Rúnar og Bjarkar, frekar á huggulegt fjölskylduboð en öflugan mótmælafund.
Er ekki kominn tími til að hleypa fleiri aðilum og félagasamböndum að?
Lausna leitað í landamæradeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.