13.1.2009 | 12:29
Fjöldamorðin á Gaza eru okkar sök!
Það er mjög góð grein í danska blaðinu Politiken um fjöldamorðin á Gaza. Þar skrifar fastur dálkahöfundur Rune Engelbreth Larsen um fjöldamorðin á Gaza og vitnar þar m.a. til skrifa hins kunna breska blaðamanns, Robert Fisk, sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín um Miðausturlönd.
Í greininni gagnrýnir Larsen harðlega fréttaflutning vestrænna fjölmiðla af árásarstríði Ísraela og segir fjölmiðla gleypa markvissan áróður Ísraelshers algjörlega hráan. Áróðursmaskína Ísraela hafi ótrúlega mikil áhrif á fréttaflutninginn. Larsen vitnar þar í grein bresks sagnfræðings sem er gyðingur og forstöðumaður sagnfræðideildar háskólans í Exeter (sjá http://ilanpappe.com/?p=82).
Þar talar hann um trúarofstæki Ísraels sem gegnsýrir allt samfélagið, bæði hægri og vinstri menn. (Þetta útskýrir m.a. af hverju miðill eins og Haaratz, sem sagður er vinstri sinnaður, flytji eins litaðar fréttir af stríðinu og raun ber vitni).
Larsen vitnar einnig í áðurnefndan Fisk sem rekur mannréttindabrot Ísraelshers undanfarna áratugi: Beirut 1982 þar sem 17.500 óbreyttir Palestínumenn voru drepnir þar á meðal fjöldamorð Falangista á 1700 óbreyttum borgurum sem voru gerð með vitund og vilja Ísraels (undir vernd þeirra); Qana-fjöldamorðin 1996 (árásin á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna) þar sem 106 flóttamnen voru drepnir, flest börn; og 1200 borgarar sem voru drepnir í árásunum á Líbanon 2006 (vegna þess að tveir ísraelskir hermenn voru teknir til fanga af Hisbollah!).
Fisk bendir í framhaldinu á hversu trúverðugar yfirlýsingar talsmanna Ísraelshers eru þegar þeir fullyrða að allt sé gert til að koma í veg fyrir mannfall óbreyttra borgara (það eru jú yfir 400 slíkir drepnir nú þegar). Hann bendir einnig á að þegar fjöldamorðin í Qana voru framin þá báru Ísraelsmenn því við að Hamasliðar hafi falið sig meðal óbreyttra borgara, rétt eins og þeir halda fram núna, svo sem vegna árásarinnar á skóla Sameinuðu þjóðanna þar sem 43 óbreyttir borgarar voru drepnir. Fisk segist hafa rannsakað þessar ásakanir sjálfur, hann er jú tíðum þarna niðri enda helsti stríðfréttamaður Breta á þessum slóðum, og komist að raun um í viðtölum við vitni að þetta væri allt saman haugalygi.
(sjá þýdda grein hans (úr The Independent) í danska blaðinu Information frá 7. janúar: http://www.information.dk/178885)
Larsen bendir sjálfur á hversu yfirdrifin viðbrögð Ísraela eru við árásum Hamasliða og er einn þeirra sem spáir því að þessir stríðsglæpir nú eigi eftir að verða Ísrael dýrkeyptir. Þrátt fyrir alla sína áróðursmaskínu hafi þeir tapað stríðinu um almenningsálitið í heiminum
Sjá http://blog.politiken.dk/engelbreth/2009/01/09/israelsk-kynisme-og-vestlig-passivitet/).
En eftir stendur það alvarlega, drápin á öllu þessu varnarlausa fólki. Það hlýtur einnig að hafa afleiðingar, nema þá að alþjóðasamfélagið hummi það fram af sér, rétt eins og árásina á Líbanon 2006. Ef svo verður þá erum við öll sek, með blóð saklausra barna á höndum okkar. Það gæti reynst erfitt fyrir Vesturlönd að þvo það allt af sér, án þess að það setji mark á trúverðugleika okkar sem siðmenntaðs fólks.
![]() |
Ísraelar sagðir brjóta mannréttindalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 229
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.