13.1.2009 | 15:53
Hinn sannleikselskandi Geir
Það er virkilega áhugavert að sjá þessi ummæli Geirs Haarde í ljósi fyrri ummæla hans um Robert Wade. Í fyrra sagði Geir um gagnrýni Wade að ekki væri meira mark á henni takandi en lesendabréfi í DV. Nú hins vegar þykist hann hafa sagt það sama og Wade!!!
Einnig má benda á svargrein Friðriks Már Baldvinsson, aðalhagfræðings Seðlabankans og einn helsta samingarmanns íslensku ríkisstjórnarinnar við Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn, við gagnrýni Wade en hún birtist í Financial Times í fyrrasumar, sjá http://www.vb.is/frett/1/44824/
Friðrik fullyrðir þar m.a. að íslenskt yfirvöld hafi innleitt sömu reglur og önnur ríki EES, en ekki komist undan með léttvægt regluverk eins og fram kom í grein Wade.
Annað hefur nú komið í ljós enda ekkert regluverk til staðar hér á landi - og er ein helsta ástæða bankahrunsins.
Friðrik gagnrýnir einnig Wade í lok greinarinnar fyrir að skrifa í pólitískum tilgangi og talar um léttúðleg vinnubrögð og yfirlýsingagleði.
Þetta síðasta er athyglisvert í ljósi þess að nú ætlar Forsætis- og Viðskiptaráðuneytið að hlýða á Wade og boðuðu hann á fund hjá sér nú í dag.
Hvað þetta með pólitíkina varðar þá kom sama tilraun til að sverta Wade fram í viðtali Þóru Arnórsdóttur við Wade í Kastljósinu í gær en þar spurði hún hann hvort ástæðan fyrir því að stjórnvöld hér á landi gerðu lítið úr orðum hans hafi verið sú að hann væri yfirlýstur vinstri maður. Þessari aðdróttun um hlutdrægni svaraði Wade af stillingu enda eflaust vanur slíkum tilraunum til að gera málflutning hans tortryggilegan.
Af þessu má ráða að fundur stjórnvalda með honum nú sé fyrirsláttur. Kannski verður hlustað á skoðanir hans en ljóst má vera af fyrri viðbrögðum að ráð hans verða að engu höfð.
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta telst Ljós í myrkviðum sölum.A.
Að Forsætis- og Viðskiptaráðuneytið ætli að bjóða Robert Wade á fund.
Lýsistetra.
Björg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:34
Hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér hvað það varðar að „ráð hans verði að engu höfð“
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.