Góðar myndir?

Hvernig góðar? Árangurríkar, flottar eða eins og góðar tívolíbombur á gamlárskvöld?

Fréttaflutningur Moggans er samur við sig. Fyrst sagt frá atburðum út sjónarhóli Ísraels, síðan í lokin stuttlega greint frá afleiðingum þess á almenna borgara í Gaza.

Á meðan heyrast aðrar raddir í öðrum féttamiðlum. Nú er t.d. verið að benda á að það voru Ísraelsmenn sem rufu vopnahléð en ekki Hamas. Hamas hafði m.a.s. stoppað menn af þegar þeir voru að reyna að skjóta  eldflaugum að Ísrael eða allt þar til að Ísraelsher gerði loftárásirnar á landamæri Gaza og Egpytalands í byrjun nóvember. 

Annars er Moggin kannski ekki verstur. Bogi Ágústsson, féttastjóri Ríkissjónvarpisins, hefur endanlega sýnt sitt rétta pólitíska andlit, fyrst með viðtalinu í síðustu viku við konu frá Ísrael sem réttlætti árásirnar á Gaza (sá aðeins hluta af því og veit því ekki meira um þessa konu) og svo núna í kvöld með drottningarviðtali við Uffe Elleman Jensen fyrrum utanríkisráðherra Dana (og mikils vinar Jóns Baldvins), sem prísar samvinnu Dana og Bandaríkjamanna og þá árásarpólitík sem þessar þjóðir reka saman ásamt nokkrum öðrum vinaþjóðum (offensiv politik). Hann fagnar innrásinni í Írak og Afganistan og boðar nýtt kalt stríð gegn Rússum - og Bogi kinkar þægur kolli.

Það er greinileg ný hægri sveifla í gangi í ákveðnum fjölmiðlum og í samfélaginu sem slíku - sem boðar aukin hugmyndafræði legátök í samfélaginu ef ekki annað og verra.

 


mbl.is Loftárásir á Rafah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband