Áróðursmaskína Ísraela og Mogginn

Mogginn fellur enn og aftur fyrir áróðursmaskínum Ísraelshers og flytur fréttir af hinum "góða" hernaði þeirra gegn nær varnarlausum íbúum Gaza. Tekið skal fram að Gazabúar hafa enga möguleika til að verjast lofthernaði Ísraela enda engin flugvél þeirra verið skotin niður.

Það eru hins vegar aðrar fréttir sem Mogginn gæti sótt í sem sýna aðra og sannari mynd af hernaði Ísraela og áliti umheimsins á framferði þeirra. T.d. má nefna að forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðinn og kallað hann fjöldamorð.

Þá hefði mátt segja frá því að á morgun verður haldinn fundur á allsherjarþinginu um árásirnar á Gaza. Reyndar er forseti þingsins svartsýnn á að það muni leiða til einhvers og harma það hversu Sameinuðu þjóðirnar eru í raun valdalaus stofnun. Ríki eins og Ísrael geta hunsað ályktanir hennar án nokkurra eftirmála.

Hann bendir og á að þessi framkoma Ísraels gagnvart SÞ sé þeim mun átakanlegri vegna þess að það voru Sameinuðu þjóðirnar sem stofnuðu þetta ríki! 

Fleiri taka undir ásakanirnar um fjöldamorð og stríðglæpi - og krefjast þess að fram fari rannsókn á framferði Ísraela. Grípa þurfi til svipaðra ráðstafana gegn Ísrael og gripið var til gegn Suður-Afríku á sínum tíma og aðskilnaðarstefnunni þar. Ástæðan er það sem er raunveruleg orsök stríðsins, landnemabyggðirnar á palestínsku landsvæði og múrinn - sem hvort tveggja sýnir sömu aðskilnaðarstefnu og var tíðkuð í Suður-Afríku.

Í þessu sambandi hafa fjölmiðlar mikla ábyrgð. Fréttaflutningur sem getur túlkast sem óbeinn stuðningur við fjöldamorð og stríðsglæpi hlýtur að kalla á spurningu um samábyrgð og refsiskyldu.

En óháð því þá hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af fjölmiðlum að þeir taki harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi og flytji ekki fréttir af slíku sem túlka megi sem "skilning" á gerðum árásaraðilans, eða þess sem svarar áreiti á ofsafenginn hátt (rétt eins og Ísrael svo sannarlega gerir, þ.e. gefur margfalt til baka). 


mbl.is Biðst afsökunar á mannfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mogginn fellur fyrir israel propagandanu af því a hann vill það, hlýtur að vera.

Mbl. telur augljósega sitt hlutverk að selflytja áróðurinn hingað uppá skerið.

Afhverju svo er - ja, það er nú stóra spurningin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála

Ævar Rafn Kjartansson, 14.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 455522

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband