Er það virkilega svo?

Ég er nú staddur í Noregi - og á svæði þar sem er nokkuð um sauðfé og burði að ljúka. Sem gamall bóndi spyr ég bændur um sauðburð. Það er undantekning ef þeir missa lamb í burði, svo þetta er alls ekki rétt hjá Sigurði, frekar en margt annað sem frá honum kemur.

Ástæðuna fyrir því hversu vel gengur hér ytra tel ég vera að ærnar eru mun stærri en heima og eiga því auðveldara með burð. Auk þess eru þær fjósamari en heima, margar hverjar með fjögur lömb og lömbin því minni við burð.

Og eitt enn sem er athyglisvert. Þær ganga margar með þrjú lömb og ná að mjólka þeim. Hvernig væri nú að flytja inn norskt hrútasæði og kynbæta íslenska stofninn sem greinilega er ekki að gera sig?

Meðalvikt hér ytra er einnig mun meiri en heima og mjög algengt að lömb verði yfir 20 kg.


mbl.is Kryfur hundruð lamba í sauðburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þú segir; ekki eina fabúlan sem kemur frá varðhundum óbreytts landbúnaðarkerfis á Íslandi. Að maður tali nú svo ekki um "gæði" íslenska vegalambsins. Eins og allir vita sem snætt hafa lambaket í öðrum löndum, er liggur munurinn fyrst og fremst í því hve gríðarlega feitt íslenska lambaketið er, og þar með óhollt.

Jónmundur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455505

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband