Skrifræði eða lýðræði?

Íslenskir Evrópusambandssinnar hafa verið iðnir við að verja ESB sem lýðræðislega stofnun og meira segja haldið því fram að grasrótarhugsunin sé þar einkar sterk! Sannleikurinn er hins vegar sá sem rakinn er í þessari frétt. Áhugi almennings á þessu skrifræðisfyrirbæri minnkar stöðugt eins og kosningarþátttakan í gær sýnir vel.

Einnig er áróður íslenskra Evrópusinna, einkum Samfylkingarmanna, um að nauðsynlegt séð að vera með í ESB til að hafa þar áhrif, nokkuð spaugilegur í ljósi þess hversu Jafnaðarmenn standa illa á Evrópuþinginu. Og ekki batnaði ástandið við þessi úrslit.

Annars er athyglisvert av sjá hversu vel græningjar koma út. Í Frakklandi fengu þeir, flokkur Evu Joly, um 15% eða fleiri atkvæði en gamli stórflokkurinn Sósístarnir. Og í Svíþjóð fékk græningjaflokkurinn yfir 10% atkvæða. Þetta vekur vonir um að umhverfismál fái meira vægi á Evrópuþinginu og styrkir þá sem vilja róttækan niðurskurð á mengunarkvóta Evrópuþjóða, sem samið verður um í Kaupmannahöfn nú í desember.


mbl.is Vinstriflokkum refsað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Evrópusinnar eru alltaf að segja er að ESB er ekki ríki heldur ríkjasamband. Lýðræðið í sambandinu felst fyrst og fremst í kosningum til þjóðþinga aðildarlandanna, því að sambandinu er raunverulega stjórnað af ráðherrum þeirra ríkja sem eiga aðild að sambandinu. Ýmsum finnst að Evrópuþingið ætti að hafa meiri völd, en minni ríki sambandsins standa gegn því, enda myndi það draga úr áhrifum þeirra. Áhrif ríkjanna fara því ekki f.o.f. fram í gegnum Evrópuþingið heldur með aðkomu ráðherra að sínum málaflokkum og samningum þeirra á milli. Skrifræðið í Brussel er vitanlega talsvert, því að flókið samningaferli á milli ríkjanna kallar á það, en þó er það ótrúlega lítið (ekki alls fyrir löngu unnu fleiri skriffinnar hjá borgarstjórn Parísar en hjá ESB). Því skipta niðurstöður kosninga á Evrópuþinginu litlu máli fyrir áhrif landa á ESB. Þingið er nefnilega ekki hugsað sem vettvangur landanna, heldur sem sameiginlegur vettvangur allra ríkjanna (enda skiptast menn eftir blokkum flokka en ekki löndum). Það er því enginn áróður að segja að Íslendingar myndu hafa áhrif með aðild að ESB; það er einföld staðreynd (enda höfum við engin áhrif nú). Niðurstaðan er auðvitað sú að sjálfstæð og fullvalda þjóð ætti aðeins að sætta sig við annan kost af tveimur: að standa algerlega utan við ESB eða eiga fulla aðild að sambandinu. Ísland og Noregur hafa valið einhvers konar millileið með EES, því að stjórnmálamenn þessara þjóða hafa ekki þorað að standa í lappirnar: þeir gera sér grein fyrir að heimurinn hefur breyst, og meta það sem svo að útilokað sé að standa utan við Evrópusamvinnuna, en um leið hafa þeir ekki þorað að ganga inn.

Þessi bloggfærsla er gott dæmi um hvernig þessum málum er öllum grautað saman. E

GH (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 07:43

2 identicon

Þetta er nú nokkuð fyndin fullyrðing - og vægast sagt hæpin enda hef ég hvergi séð hana annars staðar en hér. Ef það er virkilega svo að ríkisstjórnir aðildaríkjanna ráði meiru innan ESB en sjálft Evrópuþingið, af hverju er þá verið að kjósa til þingsins, af hverju þetta sýndarþingræði?

En eins og ég sagði. Þessi rök eru ekki sannfærandi.

Að lokum má benda á að valdahlutföllin á Evrópuþinginu eru nú svo að hægriöflin eru með 267 af þeim 736 þingsætum sem þar eru. Jafnaðarmenn tapa miklu og fá nú 159 sæti. Ef Íslendingar koma með í ESB fá þeir aðeins nokkur sæti á Evrópuþinginu (um 0,7%) og þar með verða áhrif okkar engu meiri en við höfum nú í gegnum EES.

Torfi Stefánssom (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 08:00

3 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Einu sinni var ríkistjórn Bandaríkjanna hugsuð sem utanríkisstjórn og átti lítið sem ekkert að skipta sér að innanríkismálum.

Valdi á bara að dreifa ekki þjappa saman, hverju nafni sem það nefnist. Valið á milli alveg innan sambands eða alveg utan er bara einföldun. Út og innflutnings fyrirtæki gera samninga við álíka fyrirtæki í öðrum löndum sem svo og mótast af samkomulagi viðkomandi ríkja um aðflutningsgjöld og þessháttar. Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum, langt frá því, en ég veit hvað mér finnst.

Okkur gæti alveg vegnað vel innan sambandsins, það er bara erfitt fyrir mig að fullyrða um það en lýðræðishallinn er verulegur og ég kýs í þessu árferði sérstaklega, nú þegar menn efast um stjórnunarhæfni manna í okkar eigin kerfi, að við höfum bara ekki efni á því að minnka lýðræðið. Raddir hér heyrast sem tala um að flokkakerfið sjálft sé spilling sem allir séu búnir að venjast, eignaréttur fyrirtækja stendur eignarétti einstaklinga framar (samanber kröfur lánastofnanna/fyrirtækja umfram veð) sem ég held að sé í raun mannréttindabrot.

Þessum málum verður bara ekki reddað með inngöngu í sambandsríki, ekki einu sinni ef evran væri tekin upp, ef kerfið er óréttlátt þá heldur það áfram að vera óréttlátt sama hvað peningarnir kallast sem eru í umferð. Orkunni á bara að eyða í annað um þessar mundir.

Svo heyrir maður að þetta sé nauðsynlegt til þess að laga "ástandið". Nefna að verðtryggingin eigi að fara ef við tökum upp evru? Hvaða hundalógík er þetta eiginlega, þarna er óbeint verið að afsala sér valdi. Við erum ófær um að afnema óréttlátt mat á verðbólgu sem er með fáránlegum hætti lagt á skuldara og veldur í raun aukinni bólgu ... nema sko ef við tökum upp evruna þá dettur þetta um sjálft sig sko af því að ef við tökum hana upp þá getum við ekki stunda svona viðskipti lengur ... en sko við ætlum ekki að laga þetta nema ef þið viljið ganga inn í sambandið!!?!

Málið er að það eru allir að einfalda málið og ég kýs þessa einföldun ... það er svo einfalt.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 8.6.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 455386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband