Varnarsinnuð liðsskipan þrátt fyrir þörf á sigri

Ég tek undir þetta með Theódór Elmari. Landsliðsþjálfarinn setur tvo bakverði sem kantmenn í leik sem Ísland þurfti nauðsynlega að vinna - og annar þeirra (Bjarni Ólafur) hefur aldrei spilað þá stöðu áður!

Theódór Elmar hefur verið að spila mjög vel með Lyn að undanförnu í stöðu hægri kantmanns (sóknartengiliðs hægra megin), auk þess sem Birkir Bjarnason hefur verið að gera það sama á vinstri vængnum fyrir Viking (og var ekki einu sinni valinn í landsliðshópinn).

Í Svíþjóð er verið að tala um að rifta samningnum við sænska landsliðsþjálfarann, eftir tapið á heimavelli gegn Dönum á laugardaginn. Svíar eiga þó fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppni HM svo menn vilja bíða aðeins með að reka Lars Lagerbaeck.

Hér heima er hins vegar enginn möguleiki til staðar lengur og því sjálfsagt að láta Ólaf fara og gefa öðrum tækifæri í leikjunum sem eftir eru í undankeppninni. þannig fær nýr þjálfari tækifæri til að þróa liðið fyrir næstu keppni.


mbl.is „Ekki fengið tækifæri sem ég á skilið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 455560

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband