11.8.2009 | 14:02
Erlendu kröfuhafarnir?
Skollaleikurinn kringum skilanefndir nýju bankanna tekur sífellt á sig nýjar myndir. Ljóst er að almannarómur hefur rétt fyrir sér. Skilanefndirnar starfa eins og ríki í ríkinu og haga sér eins og þeim sýnist, þvert á fyrirskipanir frá hærra settu stjórnvaldi (Fjármálaeftirlitinu).
Við verðum að hafa í huga að að skilanefndirnar starfa í umboði ríkisstjórnarinnar og að nýju bankarnir eru í ríkiseign. Það eru hagsmunir íslenska ríkisins og íslensku þjóðarinnar sem skilanefndirnar eiga að starfa eftir en ekki erlendu kröfuhafanna (ef það er þá ekki aðeins fyrirsláttur spilltra nefndarmanna - og upplýsingarfulltrúans sem hefur komið víða við á skrautlegum starfsferli sínum).
Merkilegt er hversu linur viðskiptaráðherra er gagnvart skilanefndunum og hvernig bankarnir virðast geta starfað áfram á sama hátt og fyrir hrun, þrátt fyrir að vera komnir í eigu íslenska ríkisins. Ég sé ekki muninn á núverandi (Gylfa) og fyrrverandi ráðherra (Björgvini) en getu- og viljaleysi þess síðarnefnda var ein helsta ástæða hrunsins. Kannski er skýringin á þessum líkindum á dugleysi ráðherranna sú að vinnuveitandinn er sá hinn sami, þ. e. Samfylkingin?
Menn tala þessa dagana um þörf á þjóðstjórn. Ég er hins vegar á því að við þurfum á pólitískri stjórn að halda, sem er saklaus af þeim ósköpum sem hafa riðið yfir þjóðina. Og þá meina ég pólitískan flokk, Vinstri græna, og minnihlutastjórn hans. Og forsætisráðherraefnið er augljóst, þ.e. sá sem enn er óspilltur af þeirri óráðsíu sem hefur ríkt og ríkir enn í stjórn landsins: Ögmund Jónasson.
Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, er búinn að dæmi sig úr leik með þjónkun sinni við spillingaröflin í Samfylkingunni, Jóhönnu og Össur!
Burt með Samfylkinguna úr ríkisstjórn!
Ársæll og Sigurjón starfa áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 458040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skilanefndirnar starfa ekki í nýju bönkunum, sem eru í ríkiseign. Þeir starfa í þrotabúum gömlu bankanna og þeim ber skilda til að hámarka endurgreiðslur til kröfuhafa þeirra.
Það tap, sem verður í gömlu bönkunum lendir ekki á íslenskum skattgreiðendum, heldur þeim sem ösnuðust til að lána gömlu bönkunum óheyrilegar upphæðir.
Skylda skilanefndanna er að lágmarka tap þessara lánadrottna, þær starfa því í raun fyrir lánadrottnana, en ekki fjármálaráðherra eða ríkissjóð.
Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 14:25
Er ekki bara spurning að fá Sigurjón Spillta fyrrverandi bankastjóra aftur til starfa alveg eins og þessa 2. Hann hlýtur að vera jafn djúpt ef ekki dýpra inni í málum bankans.............. þetta er helvíti aumt að hæstráðendur gömlu bankana skuli vera áfram í þeim nýju og í þeirri vinnu að moka skítinn sem þeir voru hluti af........
Þessari spillingu mun aldrei linna á meðan hlutirnir eru afgreiddir með þessum hætti.
Annað atriði sem kom mér svolítið á óvart í greininni. Það er búið að tala fram og til baka um gegnsæi og hafa allt upp á borðunum. Hvað á þetta að þýða að menn eins og Páll Benediktsson geti komið fram og sagt að hann viti ekki hver kjör þessara mann sé. Þú er upplýsingafulltrúi Páll, reyndu að vinna þína vinnu sómasamlega og aflaðu upplýsinganna og komdu þeim á framfæri! Eins og ég segi spillingin mun lifa áfram og það er ekkert sem hinn almenni borgari getur gert í því virðist vera..................!
Jón Sig. (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:50
Þetta er auðvitað rétt hjá þér Axel. Hér er um skilanefndir gömlu bankanna að ræða en ekki þeirra nýju (sem reyndar á ekki að breyta miklu því það er ríkið sem skipar þær en ekki kröfuhafarnir - og þær verða að starfa eftir íslenskum lögum, ekki erlendum).
Hins vegar er það algjörlega rangt hjá þér að tap gömlu bankanna lendi ekki á íslenskum skattgreiðendum. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins frá því í lok júlí kemur fram að ríkið muni láta 338 milljarða til gömlu bankanna til að endurfjármagna þá, 198 milljarða til Glitnis og Kaupþings sem verða í eigu erlendra lánveitenda að 90% (ríkið mun einungis eiga um 10% en í Noregi, svo dæmi sé tekið, eru lágmarkshlutur ríkisins í bönkunum 30%). Landsbankinn fær 140 milljarða og mun vera áfram í eigu ríkisins.
Þessar upphæðir eru mun hærri en þær sem rifist er um núna vegna Icesave en enginn ræðir þetta, né þá staðreynd að það er formaður Vinstri grænna sem stendur fyrir endureinkavæðingu tveggja af þriggja ríkisbankanna og greiðir stórfé með einkavæðingunni.
Já, það er leitt að þurfa að taka á sig skítverk annarra og verða þannig samdauna þeim.
Torfi Kristján Stefánsson, 11.8.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.