12.8.2009 | 08:24
340 milljarðar í endurfjármögnun!!
Talað hefur verið um að endurfjármögnun gömlu bankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaupþings muni kosta íslenska rikið um 338 milljarða króna í allt. Til samanburðar má nefna að Icesave-samkomulagið, sem mikill styrr hefur staðið um undanfarið, er talið muni kosta ríkið um 200 milljarða (160) en þá er reyndar ekki horft til hinna umdeildu vaxtagreiðslna.
Endurfjármögnun þýðir greiðslu vegna yfirtöku eigna (og skulda!) bankanna við gerð neyðarlaganna í október sl.
200 milljarðar fara til endurfjármögnunar Glitnis og Kaupþings sem þýðir að þessir peningar fara beint í fjárhirslur lánveitenda gömlu bankanna, þ.e. til útlendra aðila. Þessir útlendu aðilar munu eignast 90% hlut í Íslandsbanka og Kaupþingi en ríkið mun aðeins eiga um 10% (til samanburðar má nefna að í Noregi á norska ríkið að lágmarki 30% í bönkum þar).
Endurfjármögnun þessara banka tefst ekki samkvæmt fréttinni (þ.e. útlendingarnir fá sitt strax) en endurfjármögnun Landsbankans (140 milljarðar) tefst hins vegar, en sá banki mun verða eini ríkisbankinn í framtíðinni ef að líkum lætur.
Þessar greiðslur allar eru stórmál í sjálfu sér, ekki minna mál en Icesave- málið að mínu mati - og þýða það sama: greiðslur íslenskra skattgreiðenda til erlendra aðila vegna óráðsíu og þjófnaðar íslensku bankamanna og útrásarvíkinganna.
Því er að mínu mati alls ekki sjálfsagt að við endurfjármögnum bankanna á þennan hátt, þ.e. borgum skuldir óreiðufólksins, og skil ekki af hverju engin umræða hefur farið fram um það.
Þá finnst mér grunsamlegt að endurfjármögnun eina bankans sem á að vera eign ríkisins, þ.e. Lamdsbankans, skuli vera frestað. Þýðir það kannski að sá banki verði að lokum einnig gefinn útlendingum - og borgað með honum eins og hinum?
PS. Innlegg þetta er sent inn aftur vegna "tæknilegra erfiðleika" með það fyrra.
Útlit fyrir að fjármögnun Landsbankans frestist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eiginfjárframlag ríkisins fer ekki í hirslur gömlu bankanna. Það fer á efnahagsreikning þeirra nýju.
Ef "útlendingarnir" eignast nýju bankana þá gengur þetta eiginfjárframlag til baka til ríkisins. Ef ríkið leggur banka til 100ma í eiginfé og "útlendingarnir" eignast 80%, þá ganga einfaldlega 80ma til baka til ríkisins og "útlendingarnir" þurfa að leggja til þessa 80 ma inn í bankann.
Það er líka töluverður eðlismunur á ICESAVE greiðslum og eiginfjárframlagi. ICESAVE er greitt og við eigum ekkert í staðinn. Ríkið mun hins vegar eiga nýju bankana og getur selt þá til að fá þetta framlag til baka.
Maelstrom, 12.8.2009 kl. 09:59
Já, nýju bankarnir taka yfir ákveðinn hluta af eignum gömlu bankana og væntanlega skuldum í formi innlána. Nyji bankinn gefur síðan út skuldabréf fyrir mismuninum á matsverði yfirtekna eigna og skulda. Þá standa eftir nýjir banka með 0 eigið fé, þá kemur til eiginfjárframlag ríkisins eða endurfjámögnun bankana. Þeir fjármunir fara á eignahlið efnahagsreiknings nýju bankana.
Hvort að það sé glatað fé eða ekki, má deila um. Það er þó nokkuð ljóst að þessir nýju bankar koma til með að berjast í bökkum á komandi árum og alls óvist að ríkið fái nokkurn tíma eitthvað af þessu aftur. Hver vill fjárfesta í þessum bönkum? Ekki margir. Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði mjög sérkennileg grein skömmu eftir hrun þar sem hann hélt því fram að ríkið mundi endurheimta þetta fé og gott betur. Það var einfeldni í bland við óskhyggju og óraunsæi.
En hvað sem öðru líður, þá er Ísland gjaldþrota land. Það verður samt að reyna að klóra í bakkann með því að hafna þessari útgáfu af Icesave samningnum. Það er með ólíkindum hvað sumir aðilar innan stjórnarflokkana eru æstir í að semja Ísland í gjaldþrot. Hvort að þessi stjórn situr áfram eða ekki er algjört aukaatriði í þessu Icesave máli. Það virðast sumir afdankaðir og veruleikafirrtir pólítíkusar eiga erfitt með að skilja. Steingrímur er farinn á taugum og Össur er eins og portkona af ódýrustu sort.
Guðmundur Pétursson, 12.8.2009 kl. 11:09
Þetta er nú bara vitleysa hjá þér Maelström. Framlag ríkisins er vegna neyðarlaganna frá í október og hugsuð sem sárabót til kröfuhafa gömlu bankanna. Ríkið mun aldrei geta átt meira en 15% í Kaupþingi og Íslandsbanka, og féð sem á að greiða nú er ekki afturkræft í raun (stór hluti sem "víkjandi lán" sem aldrei fæst til baka). Auk þess er búið að leggja stórfé í bankanna, eftir yfirtökuna, til að lappa upp á þá, peningar sem fást heldur aldrei til baka.
Sjá m.a. http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/07/20/krofuhafar_eignast_kaupthing/
Þetta er að mínu mati jafn stórt mál og Icesave, ef ekki mun stærra. Gaman væri að fá upplýsingar um hvað bankahrunið hefur kostað íslenska skattgreiðendur (ríkið) í beinhörðum peningum.
Ég er hins vegar ekki viss um að slíkar upplýsingar munu liggja á lausu því fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur sýnt sig vera af sama kaliber og hinir spilltu stjórnmálamenn bankahrunsins.
Og af hverju gekk endurfjármögnum Landsbankans ekki, eins og hinna? Vegna þess að hann átti (og á?) að vera áfram í eigu íslenska ríkisins?
Er hér á ferðinni þrýstingur frá Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðnum og erlendum kröfuhöfum? Það kæmi mér ekki á óvart. Enn liggur Steingrímur á upplýsingum sem almenningur á heimtingu á að vita.
Og hvað með hið gegnsæja samfélag sem formaður VG boðaði svo stíft í aðdraganda kosninganna?
Torfi Kristján Stefánsson, 12.8.2009 kl. 11:54
Nei, kæri Torfi. Þetta er ekki vitleysa hjá mér. Þessir 340 milljarðar sem talað er um að fari í bankana sem eiginfé er það eiginfé sem þarf til að reisa bankana við. Ríkið á þá bankana alla 100%.
Núna er síðan verið að semja við skilanefndir og bjóða þeim að ganga inn í nýju bankana. Skilanefndirnar hafa frest til 31.október til að eignast þennan hlut í bönkunum en ef það gerist þá þarf auðvitað að borga fyrir það eignarhald. Ríkið fengi þá megnið af þessum 340 milljörðum til baka. Ef ekki þyrfti að borga fyrir þetta eignarhald þá þyrfti ekkert að semja!!
Maelstrom, 12.8.2009 kl. 12:13
http://www.visir.is/article/20090723/VIDSKIPTI06/127509553
Maelstrom, 12.8.2009 kl. 12:14
Svakaleg tortryggni er þetta ! Ástæða þess að fjármögnun Landsbankans tefst um ca hálfan mánuð er mjög einföld. Þegar samningar þar voru á lokastigi ákvað FME að láta til sín taka og rak tvo menn úr skilanefndinni, við það reyddust erlendir samningamenn og ruku í burtu. Nú hafa þessi menn verið ráðnir aftur og erlendir samningamenn eru aftur komnir að borðinu til að klára málið. Það þarf líka að hafa það í huga að það er grundvallarmunur á uppgjörum Glitnis og Kaupþings annarsvegar og Landsbankans hinsvegar. Í tilviki Glitnis og Kaupþings er búið að greiða allar forgangskröfur þannig að almennir kröfuhafar munu fá talsverðan pening í sinn hlut. Í tilviki Landsbankans horfir málið öðru vísi við, allir fjármunir sem þar innheimtast munu fara í uppgjör á Ice Save, ekkert verður til skiptanna fyrir almenna kröfuhafa. Þannig að raunverulegir kröfuhafar Landsbankans eru því Breska og Hollenska ríkið ásamt því Íslenska. Þessir aðilar hafa eðlilega engan áhuga á að eignast hlut í íslenskum banka.
JonJ (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.