17.8.2009 | 16:46
Lögregluofbeldi í Danmörku
Það er ekki nóg með að danska lögreglan réðist alverjuð (með hjálma og skildi) inn í kirkju í Køben og dró þaðan flóttamenn sem presturinn og sóknarnefndin hafði veitt hæli, heldur réðst hún einnig á mótmælendur sem ætluðu að koma flóttafólkinu til hjálpar.
Á myndskeiði sem sést hér: http://politiken.tv/nyheder/indland/article767796.ece má sjá grimmdarlegt ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Þar er stúlka ein margbarin í höfuð, bak og lendar þar sem hún liggur á götunni. Auk þess er piparúða sprautað í andlit fólksins og það í mikilli nálægt, auk þess sem einn lögreglumaðurinn slær stúlku í andlitið.
Þessa lögregluaðgerð kallaði danski innanríkisráðherrann, og formaður hægra flokksins, mjög vel heppnaða aðgerð. Sjá annars fréttir politiken.dk af aðgerðum lögreglunnar gegn írösku innflytjendunum hér: http://politiken.dk/system/topicRoot/De_afviste_irakere/
Tekið skal fram að um kvöldið mótmæltu tugir þúsunda manns þessari framkomu lögreglunnar og 275 prestar og guðfræðingar hafa mótmælt innrásinni í kirkjuna (http://politiken.dk/incoming/article768514.ece)
Aðgerðir dönsku lögreglunnar minna mjög á ofbeldi íslensku kollega þeirra gegn Saving Iceland hópnum þar sem ein ung stúlka var harkalega misþyrmt af einum sadistanum í löggunni.
Greinilegt er að lögregluofbeldi, þ.e. fasískar aðgerðir gegn friðsömum mótmælendum, hefur aukist mjög undanfarið ár.
Það er kominn tími til að almenningur rís upp gegn þessum brotum á rétti almennra borgara til að tjá andúð sína á pólitískum aðgerðum og standa þannig vörð um lýðræðið og tjáningarfrelsið í landinu - auk þess að styðja mannréttindi innflytjenda.
Mótmælt við danska sendiráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er annað myndskeið frá ofbeldi lögreglunnar og viðtal við stelpuna sem lamin var svo illilega af löggunni:
http://politiken.tv/nyheder/indland/article768367.ece
Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2009 kl. 16:56
Og hér er myndskeið frá mótmælagöngunni eftir lögregluofbeldið og fundurinn eftir á þar sem milli 25000-30000 manns tók þátt:
http://politiken.tv/nyheder/indland/article767921.ece
Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2009 kl. 17:00
Eftir að hafa horft á þetta video frá danmörku þá skil ég ekki hvað við íslendingar virðumst væla mikið yfir lögreglu ofbeldi.
Ingi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.