7.9.2009 | 12:04
Óbein gagnrýni á Óla?
Það er alveg hárrétt sem "Drillo" segir sem svar við gagnrýni Eiðs. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta, undir stjórn Óla Jó. landsliðsþjálfara, spilar yfirleitt mjög svipað og norska landsliðið, eða kick and run-bolta.
Eiður hefur kynnst þessu mjög vel þegar hann hefur spilað sem fremsti maður í liðinu og þurft endalaust að eltast við þessa löngu bolta fram - og með mjög takmörkuðum árangri. Nú hins vegar fékk hann loksins að spila fyrir aftan fremsta mann (Heiðar), átti stórleik og er einkum að þakka góðum leik íslenska landsliðsins.
Þannig má líta á gagnrýni Eiðs á Drillo-stílinn sem óbeina gagnrýni á Óla landsliðsþjálfara og þá leikaðferð sem hann hefur yfirleitt notað (nema nú á móti Norðmönnum).
Þá er og spurning hvað Óli gerir því hann þolir jú enga gagnrýni og setur menn umsvifalaust út úr liðinu ef þeir eru með múður (sbr. Jóhannes Karl (og Theódór Elmar - og kannski einnig nú síðast Ragnar Sigurðsson?)). Megum við því búast við að Eiður fá ekki að spila meira með landsliðinu?
Annars er það af Dillo að frétta að í Noregi eru uppi háværar kröfur í fjölmiðlum um að hann víki. Leikmennirnir virðast hins vegar flestir styðja hann. Carew sagðist t.d. myndi íhuga það vandlega hvort hann gæfi kost á sér ef einhver annar tæki við liðinu.
Merkilegt er að hér heima er næstum engin umræða um framtíð landsliðsþjálfarans - og enginn í fjölmiðlum sem ég hef séð amk. Samt er árangur Óla Jó. mun lélegri en Drillós.
Eru Íslendingar virkilega svona miklar gungur að þeir þori ekki að hafa uppi gagnrýni á fótboltaforystuna?
Drillo svarar Eiði fullum hálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.