Alltaf sleppa stórskuldararnir!

Þetta er auðvitað eftir öllu saman. Þeir sem lifðu um efni fram fyrir hrun - og slógu sem flest og mest gengistryggð lán - virðast nú ætla að sleppa við að borga sömu vexti og allur almenningur sem sætti sig við innlendu okurlánin.

Við sitjum nú uppi með stórlega hækkuð lán sem einnig eiga rætur sínar að rekja til gengisfalls en fáum það á engan hátt bætt.

Ljóst er að Helgi Hjörvar og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra eru fulltrúar óráðsíunnar, sem enn einu sinni virðist verðlaunuð, en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Lilja Mósesdóttir og Mörður Árnason þeirra varkárnu sem með ábyrgri ákvörðun sinni munu bera byrðarnar.

Já, enn og aftur sannast hið fornkveðna að laun heimsins er vanþakklæti.

En vei þeim sem veldur. Það er heldur ekki sjálfsagt að við sættum okkur við þetta.

Fólk mun almennt fylgjast mjög vel með aðgerðum stjórnvalda næstu mánuðina. Gylfi vill ekkert gera, ekki frekar en venjulega, en fólk hlýtur að heimta almennar aðgerðir, þ.e. endurgreiðslu á þeim okurvöxtum sem það hefur þurft að borga af lánunum sem tekin voru hér á landi (eða að allir sitji við sama borð og þurfi að borga sömu vexti af lánum, gengistryggðum eða ekki).

Menn munu sérstaklega horfa til vinstri stjórnarinnar sem á að hafa það helsta markmið að jafna kjör borgaranna, ekki að auka misréttið.


mbl.is Inngrip stjórnvalda ólíklegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eru 44.000 almennir borgar stórskuldarar upp til hópa

Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 455507

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband