Mikil guðsblessun er þokan!

Vonandi gefst tími til að hugsa málið og gera ráðstafanir til að þyrma lífi dýrsins (ef þetta er þá ekki einn stór misskilningur eða síðbúið aprílgabb rétt eins og fréttin af drápinu á Bin Laden).

Nú er hægt að bæta fyrir skaðann þegar karldýr og kvendýr voru drepin - og láta verða af hugmynd Gnarrs um að koma á fót ísbjarnardýragarði.

Hann getur alveg eins verið fyrir vestan eins og hér á höfuðborgarsvæðinu - sem hluti af eflingu landsbyggðarinnar með auknum ferðamannastraumi út á land.


mbl.is „Stofnum ekki mönnum í hættu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Aflífa kvikindið strax!

corvus corax, 2.5.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég dvel á þessum slóðum öll sumur ásamt fjölskyldu minni.  Ég vil ekki sjá svona kvikindi, og tek því undir með hrafninum hér að ofan " aflífa kvikindið strax!"

Sigríður Jósefsdóttir, 2.5.2011 kl. 13:40

3 identicon

Mér sýnist þú ekki alveg stíga í vitið... hvort hefur þú komið tvo metra eða þrjá út fyrir kaffihúsin í 101 Rvík?? Heimurinn nær út fyrir 101, bara að benda þér á það ;)

Viltu kannski fá hann niður í miðbæ "litla saklausa greyjið"??

Þú sem vilt að þessi drápsskepnur gangi um landið hér kíkið á þetta myndband.. og þessi er meira að segja í búri.

http://www.youtube.com/watch?v=8wGbCNDw-m0

Sólveig (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:23

4 identicon

Mikið dæmalaust flón ert þú Torfi. Það væri réttast að senda þig á ísbjarnaslóðir og sjá hversu mikill maður þú værir að standa andspænis svona hvítum saklausum bangsa.  Ætli þú værir ekki búinn að gera brúnt í brók þegar og ef þér yrði bjargað.

Hannes Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 15:40

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég þakka innlitið hér, séstaklega landsbyggðarfólkinu og þeim sem kalla mig flón.

Ég veit reyndar ekki alveg hversu lengi ég hef búið úti á landi, uppundir 20 ár, en játa á mig þá sök að ég er kaffelatte lepjandi aumingi í 101 Rvík þessa dagana.

Af hverju ekki bara að skjóta mig - og aðra slíka - fyrir þá flónsku?

Svo getið þið auðvitað öll dansað af gleði yfir því að fjögurra ára birnan er nú öll, þökk sé hetjuskap lögregluyfirvalda og Umhverfisstofnunar.

Vonandi getum við öll einnig þakkað hinum kaffilepjandi umhverfisráðherra fyrir að bjarga okkur undan þessari skelfilegu vá, því hún hlýtur að hafa lagt blessun sína yfir þessa miklu hetjudáð.

Torfi Kristján Stefánsson, 2.5.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband