Flugvöllunum lokað aftur?

Samkvæmt þessu ættu allir flugvellirnir hér á landi að vera lokaðir því þeir eru allir innar rauðu línunnar sem á að merkja bannsvæði (yfir 2000 míkrogömm af ösku).

Flugmálayfirvöld eru greinilega ekki samkvæm sjálfum sér og láta geðþóttann ráða.

Enn eitt dæmi um misheppnaða einkavæðingu opinberra stofnana?


mbl.is Öskuskýin dreifast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að flugmálayfirvöld eru hætt að treysta spánum og farin að notast við mælingar í staðinn, (http://www.ruv.is/frett/ekki-utlit-fyrir-roskun-a-flugi)

Gestur Leó (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Vonandi er það rétt hjá þér, en í gærkvöldi þegar fólk í London var komið út í vél til að fljúga heim, þá lokuðu flugmálayfirvöld hér flugvellinum hér heima þrátt fyrir að engin aska væri í lofti (einungis byggt á tölvuspánni frá bresku veðurstofnunni).

Torfi Kristján Stefánsson, 25.5.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eitt enn. Það er athyglisvert hvað Ásgeir Pálsson hjá Isavia, segir um mælingarnar. Þær séu aðeins eitt af mörgum atriðum sem stuðst sé við: „Öryggið kemur alltaf númer eitt og svo reynum við að ná eins hagkvæmum rekstri út úr öllu þessu eins og við getum.“

Það er spurning hvað maðurinn á við þegar hann segist að "við" reynum "að ná eins hagkvæmum rekstri út úr öllu þesus eins og við getum."

Á hann við að Isavia reyni að ná eins hagkvæmum rekstri og hægt er?

Ég tek það þannig enda er þetta hlutafélag og rekið sem slíkt (með það að markmiði að ná sem mestum gróða).

Mælingar sem þessar eru eflaust dýrar - og fyrirtækið ekki tilbúið að kasta of miklum peningum í þær.

Þess vegna loka þeir stundum flugvöllunum þegar tölvuspár benda til að aska gæti verið í andrúmsloftinu - stundum ekki!

Svo eru það flugfélögin, almenningur og ferðaþjónustuaðilar sem fá að bera kostnaðinn við að flug fellur niður eða frestast.

Torfi Kristján Stefánsson, 25.5.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 455514

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband