Eitthvað til að taka upp hér?

Mótmælin í Ástralíu gegn sköttun á fyrirtæki sem menga hvað mest, er dæmigerð fyrir viðbrögð hægra liðsins hvar sem er í heiminum. Kalla það kommúnisma að vilja draga úr mengun með aukinni skattlagningu!

Hannes Hólmsteinn skrifaði grein í síðasta tölublað Þjóðmála þar sem hann reynir að gera baráttuna gegn losun gróðurhúsalofttegunda tortryggilega - og segir hana fyrst og fremst vera tilraun til að vekja á sér athygli.

Samt eru nær allir loftlagssérfræðingar sammála því að andrúmsloftið er að hlýna og að það sé að minnsta kosti að hluta til af mannavöldum, meira að segja þeir sem hafa mótmælt ragnarakaspám þeirra áköfustu.
Þar á meðal er vinur Hannesar, Daninn Björn Lomborg, eins og sást í breskum sjónvarpsþætti á RÚV nú í vikunni

Hér á landi er nokkur fyrirtæki sem menga miklu meira en önnur. Það eru járnblendi- og álverksmiðjurnar. Þau græða á tá og fingri, enda skattar á þau mjög lágir og orkuverð til þeirra hlægilega lágt.

Hér er ráð fyrir vinstri stjórnina að reyna að bæta úr þessu hneyksli, sem hægri stjórnirnar stóðu að, og skattleggja þessi stórmengandi fyrirtæki - og það myndarlega.

Allir sem aka framhjá Járnblendiverksmiðjunni við Grundartanga sjá þvílík mengun er frá því fyrirtæki. Svo þegar íbúar kvarta þá ljúga þeir alveg blákalt og tala um fullkomnar mengunarvarnir!
Það er kominn tími til að reyna að hafa vit fyrir þessu stóriðjuköllum.


mbl.is Skattleggja þá sem menga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Skatturinn er hugsaður á 23 ástralska dollara, um 3000 íslenskar krónur, á hvert tonn af CO2 sem sleppt er út í andrúmsloftið.

Miðað við hvað áliðnaðurinn hér á landi losar á ári munar um minna í ríkiskassann.

Í staðinn mætti lækka skatta á láglaunafólk, eins og hugmyndin er að gera í Ástralíu.

Torfi Kristján Stefánsson, 10.7.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 455386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband