Stórfrétt!

Þetta kemur verulega á óvart enda má segja að þar fari þungaviktarkona í Samfylkingunni.

Auk þess er óhætt að fullyrða að hægri armurinn í flokknum veikist við þetta en Þórunn hefur verið nátengd Ingibjörgu Sólrúnu í gegnum tíðina og haldið upp sjónarmiðum hennar í flokkunum eftir að Solla neyddist til að víkja úr stjórnmálunum.

Það er auðvitað spurning hvað veldur, hvort óánægja með stjórnarsamstarfið við Vg liggi þarna að baki, eða einungis persónulegar ástæður. Um það verður eflaust spáð og spekúlerað á næstunni.


mbl.is Þórunn hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Torfi Kristján !

O; jæja. Gufa mun taka við; af þessarri gufu.

Lúðvík Geirsson; frændi minn af Gamla Hrauns ætt, í Hraunshverfi, í Stokks eyrarhreppi, er nú svona álíka bógur, og Þórunn hefir verið.

Þannig að; þú, sem aðrir kratar, ættuð nú varla að fá hland fyrir hjartað, við þessa ''Stórfrétt'', Torfi minn.

Með kveðjum; samt sem áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég er ekki krati Óskar minn! En fyrst þú spyrð mig - þá langar mig að vita meira um yrst til hægri-stjórnmálaskoðunum þínum (sem komu fram í öðrum þræði).

Myndir þú styðja þjóðernissinnaðan flokk ef hann biði fram.

Torfi Kristján Stefánsson, 2.9.2011 kl. 15:58

3 identicon

Sæll.

Ég held að hún sé einfaldlega að flýja af hólmi, hún veit sem er að ríkisstjórnin hefur engu í verk komið nema auka hér eymd og atvinnuleysi og hún leggur ekki sín verk í dóm kjósenda. Það er í sjálfu sér skynsamlegt hjá henni. Þórunn dúkkar sjálfsagt seinna upp í einhverju jobbi sem hún fær fyrir að vera meðlimur í Sf alveg eins og Steinunn Valdís:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17639/

Jon (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 16:58

4 identicon

Það verður ekki mikil eftir sjá af þessari þingkonu samfylkingarinnar. Vona að þetta sé það sem koma skal að þeim fækki enn meira og þurkist upp við næstu kosningar. Þvílík vonbrigði sem einn flokkur hefur valdið þessari þjóð. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 17:01

5 identicon

Sælir;  - Torfi Kristján, og aðrir gestir, þínir !

Torfi !

Þakka þér fyrir; að leiðrétta mig. Þú ert semsagt; ekki krati - og samfagna ég þér, þar með.

Hvort; ég styddi þjóðernissinnaðan flokk, ef fram byði ?

Nei; þar sem ég er andvígur þingræði, yfirleitt, styddi ég ekki slíkan flokk, ágæti drengur.

Með þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Viltu þá einræði Óskar minn góður?

Torfi Kristján Stefánsson, 2.9.2011 kl. 17:51

7 identicon

Torfi Kristján !

Já; einræði væri vel, ásættanlegur kostur. Tvíræði; ekkert síður, þú manst eftir þeim Maríusi og Súlla, í hinni fornu Róm, forðum.

Að sumu leyti; tókst þeim vel til, að nokkru.

Mbkv. / ÓHH   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 18:52

8 Smámynd: Landfari

Óskar, ég er svo ungur að ég man ekki eftir þeim Maríusi og Súlla né nokkru öðru sem gerðist í hinni fornu Róm forðum.

Upplýstu okkur ungviðið um þétta.

Landfari, 2.9.2011 kl. 20:04

9 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Óskar er vel að sér í mannkynssögunni. Það er þó spurning hvort margræðið sé ekki best, þ.e. að sameinuð og undirokuð alþýðan taki völdin - og taki tillit til heildarinnar, en ekki til einhverra fjárgjæframanna sem hafa pólitíkusana í vasanum.

Torfi Kristján Stefánsson, 2.9.2011 kl. 20:14

10 identicon

Sælir; enn !

Torfi Kristján !

Verð að játa; að lítt hafi ég nennu til, að grufla í mínum kolli, þetta sinnið, en um þá Maríus og Súlla má fletta, gegnum Wíkípedíuna, dettur mér einna helzt, í hug.

Vona; að þú misvirðir ekki við mig Torfi, en ég er lítt í formi, þessa stundina, til þess að skrifa á vefinn; Lágþrýstingur hefir slæm áhrif á mig - en í heið ríkju, nýt ég þess betur, að pára niður punkta, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 455527

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband