Gott mál!

Jæja! Loksins er komin afdráttarlaus yfirlýsing frá Vinstri grænum sem tekur af allan vafa um afstöðu flokksins til ESB.

Lengi hefur verið viðloðandi grunur um að sterk öfl innan flokksins væru í raun fylgjandi aðild - og væru bak við tjöldin að vinna gegn flokksályktunum í málinu.

Nú er verið að ítreka og hnykkja á andstöðu flokksins við ESB - svo það verður erfiðara fyrir laumu-aðildarfélaga að  stunda andóf gegn yfirlýstri stefnu hans.

Voanndi verður þetta til þess að samflokksþingmenn sjávar- og landbúnaðarráðherra taki einarðlegar undir afdráttarlausan stuðning hans við flokksályktanir.

Næsta skref er svo auðvitað að efna strax til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim.


mbl.is Ályktun um utanríkismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Svona yfirlýsing er bara innihaldslaus með öllu, meðan flokkurinn metur ráðherrastóla meira en stefnuna.  Stefna sem er fórnað til að komast í ríksstjórn er einfaldlega einskis virði.

Púkinn, 30.10.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Mér sýnist nú þessi yfirlýsing vera ansi afdráttarlaus. Þingmönnum VG er nú varla stætt á því að sniðganga hana, nema þá að þeir vilji hætta þingsætum sínum í næsta forvali flokksins.

Torfi Kristján Stefánsson, 30.10.2011 kl. 16:13

3 identicon

Hvernig á launafólk undir högg að sækja í ESB?  

Eða þá matvæla- og fæðuöryggi, hvaða hættur eru þetta?

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hvernig er það aftur? Allt að 20% atvinnuleysi. Verkalýðsfélög eiga undir högg að sækja, sbr. Grikkland, krafa ESB um að dregið verði úr valdi þeirra, ógnarvald bankanna, of hátt skráð gengi osfrv.

Neyðumst til að taka við offramleiðslu landbúnaðarvara frá ESB á niðursettu verði, sem innlend framleiðsla ræður ekki við - og leiðir til þess að landbúnaður leggst að mestu niður (rétt eins og gerðist í Finnlandi) osfrv.

Allt fyrir neytendur (og aðgang að markaði sem við höfum nú þegar fullan aðgang að) segja kratarnir!

Torfi Kristján Stefánsson, 30.10.2011 kl. 17:28

5 identicon

Torfi, þannig að þú þekkir rétt launafólks í ESB hvað varðar uppsagnafrest, lífeyrismál þeirra o.þ.h.  Ég hefði gjarnan viljað fá svar um ógnir við launþega en ekki atvinnulausa.

 Ógnarvald banka og gengi er einnig vandamál á Íslandi og getur því ekki verið utanaðkomandi ógn.

Íslenskir launþegar myndu gjarnan fá að kaupa ódýrari mat á Íslandi.  Myndir þú þá segja að þessi stefna VG sé ógn við launþega á Íslandi svo og stefna ríkisstjórnar með VG innanborðs að afnema ekki verðtryggingu neytendalána eða að afskrifa lán?  Og að samþykkja lög um það hvernig gengistryggð lán(neytendalán launþega) voru reiknuð aftur í tímann? 

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 17:51

6 identicon

Hefur alþingi ákveðið einhverja dagsetningu á þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.

Er einhver sem trúir því að ef umsóknin er felld af þjóðinni að

farið verði eftir því?

Eru ekki þjóðaratkvæðagreiðslur bara til viðmiðunar en ekki

bindandi.

Mig minnir að svo sé.

Ég hef ekki nokkra trú á að farið verði eftir fólksins vilja.

Það hefur aldrei verið gert. Jú, þegar forsetinn neitaði að skrifa undir fávitaskapinn frá alþingi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband